Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 17

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 17
HEILSUVERND 9 „Krabbameinið er vöntunarsjúkdómur, óþrifnaðarsjúkdómur og sjálfseitrunarsjúkdómur .... Krabbameinið er lokastigið í heilli keðju meltingartruflana. Það er síðasti kapítulinn í sögu um ófullnægj- andi hreinsun ristilsins og meltingarvegarins í heild." Dr. med. Robert Bell, varaforseti Alþjóðafélags krabba- meinsrannsókna, segir: „Krabbamein er blóðsjúkdómur .... Orsökin er sú, að blóðið er til langframa hlaðið eiturefnum, m. a. frá gömlum, rotnandi saur í ristli...Ef unnt væri að haga mat og drykk eftir raunveruleg- um þörfum likamans, þannig að engu líffæri væri ofboðið, væri tvennt unnið: langt líf og fullkomin heilbrigði. Mannsævin yrði 100 ára eða meira, og dauðann mundi ekki bera að í mynd sjúk- dóma, heldur mundum við líða út af í svefni. Við megum vera þess viss, að ofneyzla matar og drykkjar, sem ofreynir ýms líffæri líkamans, á sök á öllum tegundum sjúkdóma langt fram yfir það, sem menn grunar.“ Dr. med. Erwin Stribning, þýzkur læknir, segir: „Við verðum að kappkosta að hindra, að við fáum krabbamein, og það mun takast, ef við bara lifum náttúrlegu lífi, og fyrst og fremst á náttúrlegu fæði.....Orsök krabbameins í ristli er áreiðanlega ofneyzla kjöts og eggja, sem vaida mikilli rotnun í ristlinum, eins og bezt má marka af hinni viðbjóðslegu lykt af hægðunum; hinsveg- ar er lítil lykt af hægðum þeirra manna, sem lifa á mjölkur- og jurtafæði." Lœkning á krábbameini. Venjulegar aðferðir eru fólgnar í uppskurði eða radíum- og röntgengeislum. Lyf þekkjast ekki við þessum sjúkdómi. Um árangurinn af þessum að- gerðum skiptir umsögnum lækna mjög í tvö horn. Fyrir nokkrum árum var talið, að við hina frægu Mayo-stofnun í Ameríku tækist með uppskurði að lækna 8,6% sjúklinga með magakrabba. Við útvortis krabbamein er árangurinn oftast meiri. Venjulega er þá miðað við það, að sjúkdóm- urinn hafi ekki tekið sig upp innan 5 ára frá aðgerðinni. En þótt tekizt hafi í bili að eyða krabbameini með uppskurði eða geislum, er það á einskis manns færi að segja, hvort sjúkdómurinn sé raunverulega læknaður. f meiri hluta tilfella sýnir reynslan, að hann tekur sig upp aftur eftir nokkra mánuði eða ár. Sumir læknar hafa litla trú á þess-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.