Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 18
10
HEILSUVERND
um aðgerðum. Þannig segir James Ewing, formaður
krabbameinsfélags í Ameríku, einn þekktasti læknir á sviði
krabbameins: „Sennilega nær tala þeirra, sem læknast af
magakrabba, ekki 1%“. Fleiri þekktir læknar taka í sama
strenginn. Hér eru ummæli tveggja þýzkra lækna:
Dr. med. Friedrich Wolf segir:
„Enn í dag er mjög um það deilt, hvort yfirleitt sé hægt að lækna
krabbamein. Reynsla mín er sú, að eina ráðið til fullkominnar lækn-
ingar séu mataræðisreglur ... Krabbamein er sjúkdómur í öll-
um likamanum og getur ekki læknazt til fulls nema með breyting-
um á mataræði og lifnaðarháttum."
Dr. med. Bernhard Aschner segir:
„Það eitt að skera burtu krabbamein eða lækna það með geislum
er ekki fullnægjandi lækningaaðferð, heldur verður líkaminn allur
jafnframt að verða aðnjótandi réttrar meðferðar. Hin blinda trú á
hnífinn er oft vanhugsuð fordild. Til þess að komast hjá hættulegum
uppskurði við krabbameini, eru til ýmsar vægari aðferðir, sem valda
ekki truflunum á líffærum líkamans eða starfi þeirra.“
Þá verður að geta þess, að fjöldi sjúklinga deyr af völdum
skurðaðgerðarinnar sjálfrar, sjúklingar ,sem margir hefðu
getað lifað vikur eða mánuði eða ef til vill fengið fullan
bata með öðrum aðferðum.
Sumir læknar eru beinlínis á móti skurðaðgerðum og
einkum geislalækningum, vegna þess að af þessum að-
gerðum stafi sjúklingnum meiri hætta en batavon, og
sérstaklega með hliðsjón af því, að hægt sé að ná betri
árangri á annan hættuminni máta, sbr. ummæli dr. Aschn-
ers hér að ofan. Meðal þessara lækna má nefna dr. Nolfi,
sem lesendur HEILSUVERNDAR kannast við.
Sumir telja óheppilegt að skýra frá þessum hlutum, því
að það veiki um of trú manna á þá ,,einu“ möguleika, sem
sjúklingarnir hafi til bata, hnífinn og geislana. Já, ef þetta
væru „einu“ hugsanlegu leiðirnar, þá væri ef til vill réttara
að láta kyrrt liggja. En nú hefir þegar verið á það bent,
og verður gert ítarlegar síðar, að þekktir læknar, sem
hafa sízt minni þekkingu og reynslu í þessum efnum en aðrir