Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 25

Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 25
HEILSUVERND 17 Þá segir próf. Dungal frá nýlegu lyfi, sem privin nefnist. Það losi nefstíflur og ætti að vera til á hverju heimili. Eftir umsögn lyffræðings, sem ritstjóri Heilsuverndar hefir átt tal við, hefir lyf þetta aldrei gert verulegt gagn og er skað- legt til lengdar og þegar orðið úrelt. Við liðagigt þekkjast engin lyf, sem lækni hana. Beztu ráðin við henni er lifandi og ósoðin lútargæf jurtafæða, sbr. frásagnir á öðrum stað í þessu hefti. 1 þessu hefti er einnig sagt frá ráðum við kvefi. 1 báðum þessum sjúkdóm- um er mikil hjálp að svitaböðum. 1 danska blaðinu ,,Politiken“ er nýlega grein um lyfja- notkun í Danmörku. Samkvæmt. upplýsingum frá dr. med. A. H. Andersen, lyffræðiráðunaut ríkisstjórnarinnar, eyða Danir 100 milljónum króna á ári í lyf. Hvert manns- barn notar að meðaltali 2 svefntöflur á viku og nokkrar höfuðverkjarpyllur (um 150 tonn á ári) og fjörefnalyf og hægðalyf i tonnatali. Árið 1939 voru notuð 250 kg. af ascorbinsýru (C-fjörefni) en 2 tonn árið 1948. Af svefn- pyllum eru notuð 8—9 tonn á ári, og dæmi eru til þess, að fólk hafi oltið af reiðhjóli vegna deyfandi áhrifa af of miklu svefnpylluáti. Ráðunauturinn skýrir ennfremur frá því, að í sjúkrahúsdeild nokkurri hafi 80% sjúklinganna fengið svefnlyf og hafi verið erfitt að fá dregið úr því. Þá getur hann þess, að miklar inntökur af sterkum D-fjörefn- um geti skemmt nýrun og valdið æðakölkun. r^ /-»-/ r*~' NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG STOFNAÐ 1 STYKKISHÓLMI. Hinn 10 maí 1950 var haldinn stofnfundur Náttúrulækningafélags Stykkishólms. Undirbúning hafði annazt frú Theodóra Daðadóttir, en framkvæmdastjóri NLFl sótti fundinn og flutti þar erindi. ■— Stofnendur voru 30. t stjórn voru kosnir: Formaður Vigfús Gunnars- son, verzlunarmaður, gjaldkeri Óskar Ólafsson, trésmíðameistari og ritari Guðmundur Bjarnason, gjaldkeri sjúkrasamlagsins. t varastjórn Dagbjört Níelsdóttir, frú, og Theodóra Daðadóttir, frú. Endurskoð- endur Árni Helgason, sýsluskrifari, og Jóhann Rafnsson, forstjóri. Fundurinn samþykkti að sækja um inntöku í NLFt.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.