Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 27
HEILSUVERND
19
Að lokum lætur landlæknir þess getið, að þessum bréf-
um hans hafi „hvorki verið sinnt né svarað“. — Það skal
tekið fram, að skýrsla þessi er gefin út árið 1949.
En landlæknir minnist ekki á alvarlegustu hlið þessa
máls. Er hér ekki átt við misnotkun á fé sjúkrasamlaga og
almennings, sem er hreint ekki lítil, því að þessar aðgerðir
eru dýrar. Aðalatriðið er það, að þegar hálseitlar eru tekn-
ir að óþörfu úr börnum og unglingum, eru þeir sviptir
mjög þýðingarmiklu líffæri, sem á m. a. veigamikinn þátt
í sóttvörnum líkamans. Er því hér um misþyrmingu að
ræða, hreinustu limlestingu, að vissu leyti alvarlegri en það
að missa hönd eða fót.
Það er því ekki nógsamlega hægt að brýna það fyrir
fólki, að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum og
leyfa ekki slíkar aðgerðir á börnum sínum, fyrr en það
hefir fengið staðfestingu frá fleirum en einum lækni um
það, að eitlarnir séu virkilega orðnir það skemmdir, að
nauðsynlegt sé að taka þá burt.
KARTÖFLUVATN
er gott við tannskemmdum, linar magaverki og gott við sjúkdómum í
maga og þörmum. Hráar rifnar kartöflur blandaðar hunangi eru mjög
ljúffengar. Hrár kartöflusafi er góður við magasýrum, gerjun og
lofti í þörmum. Josef Magerl, dósent í Heidelberg, hefir notað hráar
kartöflur árum saraan við magabólgum og of miklum sýrum, með
ágætum árangri.
FRÚ NOLFI KEMUR TIL ISLANDS.
Það hefir lengi staðið til, að danski kvenlæknirinn frú Kirstine
Nolfi, sem lesendur HEILSUVERNDAR kannast vel við, komi til
íslands á vegum NLFl. Nú hefir frúin nýlega tjáð forseta NLFl, að
hún muni geta komið hingað seint í ágúst í sumar. Mun hún senni-
lega dvelja hér hálfan mánuð og flytja fyrirlestra í Reykjavík og
ef til vill víðar um landið. 1 sumar er frúin boðin í fyrirlestraferð
til Hollands, og kemur hingað að þeim leiðangri loknum.