Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 30

Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 30
22 HEILSUVERND HeilhveitibrauO. 11 dl. heilhveiti; ca. 4 dl. mjólk; 15—20 gr. sveppager (eða 1—2 tesk. þurrger); 1% matsk. púð- ursykur; 1 matsk. mulið kúmen; % tesk. salt. öllu því þurra er blandað saman. Gerið er uppleyst í ylvolgri mjólk. Volgri mjólk ásamt gerblöndunni er bætt í og deigið hnoðað saman. Lagt i smurt mót, þar sem það lyftir sér um helming. Síðan bakað i 3/4—1 klst. við fremur hægan hita. Heilhveitilengjur. 5 bollar heilhveiti; 2 bollar súr mjólk; 4 matsk. púðursykur; 100 gr. smjörlíki; 3 tesk. lyftiduft; ávaxtamauk; eggjablanda; saxaðar möndlur. Öllu því þurra er blandað saman og smjörlíkinu núið saman við. Vætt í með mjólkinni og deigið hnoðað saman. Flatt út í ca 1. cm. þykka köku. Kakan skorin í ca. 15 cm. breiðar lengjur og brún- irnar brotnar inn að maukinu. Brúnirnar eru penslaðar með eggja- blöndu og lengjurnar bakaðar ljósbrúnar. Heilhveititerta. 70 gr. heilhveiti; 2 matsk. smjörliki; 2 egg; 1 tesk. lyftiduft; 100 gr. púðursykur; % tesk. rif- inn sítrónubörkur; 2 matsk. rjómi; ávaxtamauk; rjómi. Kökuna má baka úr tómu heilhveiti, en hún lyftir sér betur og verður samfeldari, sé lítilsháttar hveiti blandað saman við. Lyfti- duftinu er blandað i hveitið og smjörlíkið brætt. Egg og sykur er þeytt vel saman, unz það freyðir. Bráðið smjörlíki látið drjúpa i. Heilhveitinu ásamt rifnum sítrónuberkinum og rjómanum blandað í, deiginu hellt í vel smurt kringlótt mót og kakan bökuð við hægan hita. Bleytikaka. 1 bolli heilhveiti; 2 egg; 3 matsk. sjóðandi vatn; 1 bolli sykur; 1 tesk. lyftiduft; 4—5 matsk. berja- saft eða ávaxtasafi. Egg og sykur er þeytt vel saman, unz það freyðir. Sjóðandi vatn- inu smáhellt út í. Heilhveitið með óblönduðu lyftiduftinu hrært saman við. Deiginu hellt í vel smurt kringlótt jólakökumót og bakað við hægan hita 30—40 mín. Kakan er kæld og síðan lögð aftur i mótið, pikkuð með gafli og safanum hellt yfir. Síðan hvolft á fat. Vanillusósa eða þeyttur rjómi borið með. Dagbjört Jónsdóttir.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.