Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 35

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 35
HEILSUVERND 27 fyrr og síðar, að frost hafi verið í svefnhúsum að næturlagi, án þess að fólki yrði meint af. Og þótt þess sé sjaldnast kostur, þá er mikill munur á því, hvort hitinn í svefnherbergjunum er t d. 10 stig eða 20 stig, eins og víða mun eiga sér stað, þar sem fólk virðist vera hrætt við að opna glugga að næturlagi eða hefir aðeins opna eina litla rúðu, sem hverfandi lítið gagn gerir til loftræstingar eða kælingar. (A6 mestu úr „Vára förlcylningssjukdomar“, eftir Are Waerland). r**/ r**/ r+~/ r**/ DUGLEGUR SÖLUMAÐUR. HEILSUVERND birti í síð- asta hefti mynd af Skarphéðni Gíslasyni frá Vagnsstöðum i A-Skaftafellssýslu, er má kalla brautryðjanda náttúrulækn- ingastefnunnar þar í sýslu. — Hér kemur svo mynd af einum ötulasta liðsmanni okkar í Reykjavík, Jóni Halldórssyni, innheimtumanni, Njálsgötu 23, sem margir lesendur munu kannast við. Hann hefir um skeið annazt innheimtustörf fyr ir HEILSUVERND og fyrir NLFf og innt þetta erfiða og vanþakkláta starf af hendi með alveg sérstakri lipurð og kost- gæfni. Auk þess hefir hann selt HEILSUVERND og bækur NLFf í Reykjavik og Hafnar- firði og orðið mikið ágengt. Hefir enginn einn maður komið ritinu í hendur eins margra og hann. NLFÍ stendur í mikilli þakkar- skuld við Jón, og er þess óskandi, að það fái að njóta starfskrafta hans sem lengst. HEILSUVERND beinir þeim tilmælum til lesenda sinna og vel- unnara, að þeir geri afgreiðslunni aðvart, ef þeir vita af mönnum, sem vildu taka að sér að selja bækur og rit NLFÍ. Verða greidd full sölulaun, eða 20% af útsöluverði bókanna. Jón Halldórsson

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.