Heilsuvernd - 01.03.1950, Qupperneq 37

Heilsuvernd - 01.03.1950, Qupperneq 37
HEILSUVERND 29 AÐALFUNDIR FÉLAGANNA. Náttúrulœkningafélag Reykjavíkur (NLFR) hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 16. marz í Guðspekifélagshúsinu. Formaður, Björn L. Jónsson, tilnefndi sem fundarstjóra Ágúst Sæmundsson og flutti síðan ítarlega skýrslu um störf félagsins á árinu 1949. Þá las Hjörtur Hansson reikninga félagsins ásamt athugasemdum endurskoðenda, svörum við þeim og tillögum fjárhagsnefndar. Eftir nokkrar um- ræður voru tillögurnar samþykktar einróma og þar með reikning- arnir. Á félagaskrá NLFR voru um áramótin 1336 félagar, þar af 2 heiðursfélagar (Jónas Kristjánsson og Are Waerland) og 112 ævi- félagar. Af ársfélögum eru 119 búsettir utan Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. Kosningar fóru þannig, að Björn L. Jónsson, veðurfræðingur, var endurkjörinn formaður, og ennfremur hlutu þessir kosningu: Ágúst Sæmundsson, framkvæmdastjóri, Björgólfur Stefánsson, kaupm., Marteinn Skaftfells, kennari, og frú Steinunn Magnúsdóttir. Endur- skoðendur voru kosnir Björn Svanbergsson, gjaldkeri, og Dagbjart- ur Gíslason, loftskeytamaður. Ennfremur var kosið í fastanefndir. AÖalfundur Náttúrulœkningafélags Akureyrar (NLFA) var hald- inn 19. febrúar. 1 því voru um áramótin 102 félagar, þar af 5 ævi- félagar. 1 stjórn voru kosin: Formaður Barði Brynjólfsson, málárameistari, og meðstjórnendur frk. Anna Laxdal, frú Ingibjörg Halldórsdóttir, Guðmundur Pétursson, útgerðarmaður, og Páll Gunnarsson, kenn- ari. Aöalfundur Náttúrulækningafélags SiglufjarÖar ÍNLFSGJ var haldinn 14. marz 1950. — Fráfarandi formaður, Sigurður Gunn- laugsson, hafnargjaldkeri, gaf skýrslu um störf félagsins árið 1949. Haldnir höfðu verið tveir fundir. Félagar í árslok voru 85, og eignir kr. 3.022,01. — Á fundinum var sýnd kvikmynd af blóðinu, og lesinn gamanþáttur. Fráfarandi formaður baðst undan endurksningu, og var Kristmar Ólafsson kosinn formaður Með honum voru kosin í stjórn: Auður Jónsdóttir (ritari), Jón Jóhannsson (gjaldkeri), Ása Bjarnadóttir og Jónas Jónasson. — Á fundinum gengu í félagið 17 manns, sem telur því nú 102 félaga. í næsta hefti verður sagt frá aðalfundum hinna félaganna.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.