Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 38

Heilsuvernd - 01.03.1950, Side 38
30 HEILSUVERND WAERLANDSFÉLAGIÐ GRÓANDI. Vorið 1949 var stofnað í Reykjavík félag með þessu nafni. 1 því eru um 30 manns, karlar og konur, sem lifað hafa um lengri eða skemmri tíma á mjólkur- og jurtafæðu, í aðalatriðum í samræmi við mataræðiskerfi Are Waerlands, og eru ákveðnir í að gera það áfram, enda er það skilyrði fyrir inntöku í félagið. Félagið er „samtök þeirra karla og kvenna, sem af fremsta megni vilja leitast við að rækta andlega og líkamlega heilbrigði á grundvelli náttúru- lækningastefnunnar", eins og segir í 2. gr. félagslaganna. Félagar gangast undir læknisskoðun árlega, og ættu þær skýrslur með tíð og tíma að geta orðið mikilsverð bending um gildi þessara lifnaðar- hátta, samanborið við mataræði og lífsvenjur almennings. Fundir eru haldnir mánaðarlega að vetrinum. Sunnud. 2. apríl 1950 efndu félag- ar til sameiginlegs borðhalds. Má vera, að einhverjum þyki fróðlegt að sjá matseðilinn, sem leit þannig út: Súrmjólk með nýmöluðum rúgi. Hrátt sálat I (hvítkál, rauðrófur, gulrófur, kartöflur, hreðkur, laukur, möndlur, rúsinur, sítrónur; skreytt með karsa; súrmjólk og þeyttur rjómi út á). Hrátt salat II (hvítkál, laukur, kartöflur, gulrófur, rúsínur, mjólk- urostur; skreytt með hreðkum). ÞurrkaS hvítkál, sem heitu vatni hafði verið hellt yfir. Splraöur rúgur. Sojabaunir, hráar, sem legið höfðu í bleyti i vatni. Heimabökuð brauö: 1. Úr heilhveiti, nýmöluðum rúgi og möluðum sojabaunum. 2. Úr spiruðum rúgi og spiruðu hveiti. Smjör af strokkn- um ósaltað. Eftirmatur: 1. Skyr með möluðum grænum baunum. 2. Bleyttar rúsínur og hakkaðar möndlur með þeyttum rjóma. Nær allir félagar sátu borðhaldið og luku upp einum munni um það, að maturinn væri bæði mikill og góður. Virtist enginn sakna þess, að ekki voru kartöflur eða fjölbreytt grænmeti á borðum. Sérstakt lof hlaut brauðið úr spíraða korninu, en það er bakað án nokkurs lyftiefnis og án salts, kornið látið ganga gegnum hakkavél og deigið síðan hnoðað og bakað á venjulegan hátt. Stjórn félagsins skipa: Björn L. Jónsson, veðurfr. (form.), Svava Fells, frú (ritari), og Marteinn M. Skaftfells, kennari (gjaldkeri).

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.