Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 19
IIEILSUVERND 15 Hér í ritinu hefir áður verið lýst safnhaugabygg- ingu (2. hefti 1949). En ekki þarf að vanda eins mikið byggingu þeirra og þar er lýst, einkum ef næg- ar jurtaleifar eru fyrir hendi. Bezt er að hafa hauginn sem allra stærst- an. Breiddin er algeng frá 5 til 12 fet, oftast um 8 fet, en lengdin er engum tak- mörkum háð. Haugurinn gengur saman að ofan, og er hallinn á þakinu látinn fara eftir úrkomunni. Haugurinn er byggður þannig, að lag af hálmi er haft neðst, síðan hús- dýraáburður, þar á ofan mold, helzt garðmold, og oft er sett í hana kalk til að varna því, að hún súrni, en það þarf að vera malaður kalksteinn sniðinn fyrir jarðyrkju. Því var lengi vel trúað, að ekki væri gott að setja kalk næst húsdýraáburði. Sir Albert Howard sannaði fyrstur manna, að svo er ekki. Og seinna hefir þetta verið staðfest í til- raunastofum í New Jersey og Vermount og sýnt, að kalk varnar því m. a., að köfnunarefni í húsdýraáburði leysist upp og samlagist andrúmsloftinu. Aska er einnig notuð, en það verður að vera viðaraska, kolaaska er ónothæf. Þegar haugurinn er byggður upp, eru settir í hann stólpar, sem haugnum er hlaðið utan um. Þegar haugurinn er fullbyggður, eru staurarnir dregnir út, og myndast þá loftop, sem greiða fyrir súrefni inn i haug- inn. Ef haugurinn er rétt byggður, hitnar nú í honum allt upp í 70 stig á celsíus. Bakteríur, sem leysa sundur tréni og hýði, gera það nú á nokkrum dögum, sem mundi taka mánuði, ef áburðurinn hefði verið látinn á jörðina. I þess- um mikla hita drepast allir skaðlegir gerlar og illgresisfræ, en nokkrar tegundir af gerlum lifa í þessum hita. Og þegar hitinn er kominn niður í 65 st. taka aðrar tegundir gerla við.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.