Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 30
26
HEILSUVERND
Ameríski læknirinn Rasmus Alsáker, höfundur greinar-
innar um mataræði ungbarna í Nýjum leiðum II, segir svo
frá í nýútkomnu hefti af tímaritinu Health Culture (Heilsu-
rækt):
„Fyrir 15 árum kom til mín maður um hálffimmtugt.
Hann óttaðist, að hann væri að fá liðagigt, því að á morgn-
ana voru hendur hans stirðar. Hann var 15—20 pundum of
þungur. Hann hafði stóra vessandi vörtu utan til á öðrum
fætinum. Að ráðum mínum fór hann að drekka meira vatn
en áður og borða meira af aldinum og grænmeti. Hinsvegar
hélt hann áfram að borða mikið af sterkjufæðu og sætind-
um, þannig að hann léttist ekki. öll merki um byrjandi liða-
gigt hurfu þó, og liðanin varð betri, en vartan vildi ekki gróa
eða hverfa.
Vorið 1950, er hann varð sextugur, fór hann loks að ráð-
um mínum um að draga úr neyzlu brauðmatar og sætinda.
Á mánuði léttist hann um 3 pund, og vessinn úr vörtunni
rénaði. I lok annars mánaðarins hafði sárið minnkað. Eftir
5 mánuði hafði hann létzt um 16 pund, og sárið var alveg
gróið. Húðin er falleg og mjúk, og í fyrsta sinn í 30 ár er
tungan hrein. Það er eftirtektarvert, að sárið hélzt óbreytt
í 15 ár, þrátt fyrir nokkra leiðréttingu lifnarháttanna.
En gagngerð breyting mataræðisins og hæfileg megrun
læknaði það á einum 5 mánuðum.
Annan sjúkling hafði ég með sár á vinstra fótlegg út
frá beinbólgu (osteomyelitis). Hann var alltof feitur. Ýmis
lyf og skurðaðgerðir höfðu verið reyndar, .einnig penisillín,
en sárið versnaði með hverju árinu, sem leið. Þegar hann
kom til mín, var hann um 50 pundum yfir eðlilega líkams-
þyngd. Fóturinn leit mjög illa út. Eg gaf sjúklingnum
ekki mikla von, en hvatti hann til að megra sig og breyta
fæði sínu. Árangurinn varð undraverður. Á 3 mánuðum
náði hann eðlilegri þyngd, og sárið læknaðist til fulls.“