Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 29 TIL ÁSKRIFENDA. Á síðasta ári hefir prentunarkostnaður og allur útgáfukostnaður stórhækkað, m. a. vegna margfaldrar verðaukningar á pappír, enda hefir verð á blöðum og bókum hækkað i samræmi við það. Til þess að vega upp á móti þessum auknu útgjöldum, þyrfti að hækka áskriftar- verð Heilsuverndar verulega (um 50%). Að vísu væri hægt að draga dálítið úr prentunarkostnaði með því að velja ódýrari og lélegri papp- ír, sleppa öllum myndum, nota eingöngu smáletur og minnka þannig ritið, án þess að lesmál ódrýgðist. En ritið á nú vinsældir sínar m. a, hinum vandaða frágangi að þakka, og því er óheppilegt að skera við nögl sér í því efni og gæti heldur ekki ráðið úrslitum um verð ritsins. Einfaldasta og öruggasta ráðið til að tryggja framtíð Heilsuverndar og fjárhagsafkomu er að áskrifendum fjölgi. Og Þeir, sem þar geta mestu áorkað, eru áskrifendur sjálfir og aðrir lesendur. Margir hafa unnið duglega að söfnun áskrifenda, en beztur verður árangurinn, ef allir leggja hönd á plóginn. I trausti þess, að lesendur bregðist vel við þessum tilmælum, hefir verið ákveðið að hækka áskriftarverðið aðeins um 5 lcrónur, upp í kr. 25. Á móti bjóðast hlunnindi, sem skýrt er nánar frá hér á eftir. •— Leggjumst öll á eitt og tryggjum framtíð þessa rits, og verum þess minnug að HEILSUVERND ER BETRI EN LÆKNING. VERÐLAUN FYRIR SÖFNUN ÁSKRIFENDA. Fyrir að útvega 2 — tvo— nýja kaupendur að Heilsuvernd fá menn að launum eftirtaldar bækur eftir vali: Heilsan sigr- ar, Menningarplágan mikla, Nýjar leiðir, Sjúkum sagt til vegar, Úr viðjum sjúkdómanna eða Mataræði og heilsufar. Fyrir útvegun 5 — fimm — nýrra áskrifenda geta menn valið um bókina Lifandi fæðu eða fría áskrift að Heilsuvernd í eitt ár. — Áskilið er, að áskriftargjöld fylgi pöntun. Þeir sem þess óska, geta fengið send ókeypis eldri eintök af ritinu, ef þeir vilja útbýta því í útbreiðsluskyni. Ennfrem- ur verða hefti send ókeypis til manna hvar sem er á landinu eftir tilvísun áskrifenda. Kynnið yður einnig eftirfarandi kaupbætur til handa nýjum áskrifendum. NÝJIR ÁSKRIFENDUR fá í kaupbæti einn af eftirfarandi árgöngum Heilsuverndar, meðan upplag endist: 1947-8 og 51, enda fylgi greiðsla pöntun. J

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.