Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 34
30
HEILSUVERND
MIKIL VERÐLÆKKUN Á BÓKUM NLFÍ.
Meðan birgðir endast, verða eldri útgáfubækur NLFÍ seldar
með mjög niðursettu verði, svo sem hér segir
Nú Áður
Heilsan sigrar 3.00 4.00
Mataræði og heilsufar .... 10.00 15.00
Matur og megin 15.00 16.00
Menningarplágan mikla ób. 10.00 17.00
ib. 15.00 25.00
í skinnb. 20.00 46.00
Nýjar leiðir 11 12.00 22.00
Sjúkum sagt til vegar .... 10.00 15.00
Ur viðjum sjúkdómanna ib. 10.00 20.00
Einstök hefti af Heilsuvernd 1947, 1948 og 1951 verða seld
á aðeins 2 — tvær krónur. — Til eru einnig nokkur sam-
stæð eintök frá byrjun, sem verða seld fyrir kr. 80.00. —
Pantanir verða ekki afgreiddar, nema greiðsla fylgi, og verða
þær þá sendar burðargjaldsfríít.
AÐALFUNDUR
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur var haldinn í húsi Guðspeki-
félagsins, Ingólfsstræti 22, fimmtudaginn 14. febrúar 1952. Formað-
ur flutti skýrslu og lagði fram fjölritaða reikninga fyrir árið 1951.
Félagsmenn eru 997, þar af 87 ævifélagar. Félagsfundir höfðu verið
haldnir 8 og 2 skemmtanir.
Formaður var endurkjörinn Björn L. Jónsson, og sem meðstjórn-
endur hlutu kosningu: Ágúst Sæmundsson, Böðvar Pétursson, Stein-
unn Magnúsdóttir og Svava Fells. Varastjórn: Dagbjartur Gíslason,
Marteinn M. Skaftfells og Zophonías Jónsson. Endurskoðendur: Björn
Svanbergsson og Hjörtur Hansson. Ennfremur var kosið í fastar
nefndir. Að loknum störfum aðalfundar flutti Jónas læknir Krist-
jánsson fróðlegt erindi um nútíma mataræði.
HEILSUVERNDARFÉLAG SÚGFIRÐINGA
hélt skemmtifund 14. janúar 1952. Hófst hann með félagsvist á 17
borðum, og að henni lokinni var úthlutað mörgum verðlaunum. Fylgdi
visa hverjum verðlaunagrip, sem valdir voru af miklu hugviti, og
vakti hvorttveggja, verðlaunin og vísurnar, mikla glaðværð. Þá
flutti formaður félagsins, Aðalsteinn Hallsson, skólastjóri, stutta
hvatningarræðu, og að lokum var stiginn dans til kl. 1 um nóttina.