Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 20
16
HEILSUVERND
Þegar haugurinn er orðinn kaldur, sem oft er ekki fyrr
en eftir 2 mánuði, er honum bylt við og þess gætt, að það,
er áður sneri inn, snúi út. Eftir að haugnum hefir verið
bylt, verða gerlarnir mun stórvirkari en áður. Hitinn hefir
minnkað mikið, og þessir gerlar þurfa ekki súrefni úr loft-
inu (anaerobia) og því ekki nauðsynlegt að skilja eftir op
fyrir loft eins og í fyrra skiptið. Þegar haugurinn er orðinn
fullunninn, er hann orðinn að fínni, lyktarlausri mylsnu.
Safnhaugar hafa verið gerðir í hvaða stærð sem vera skal,
allt frá smáhaugum í rimlakössum og bylt með gafli, upp
í hauga, sem rúma þúsundir tonna og bylt er með jarðýtu.
Framhald.
AMERlSKUR LÆKNIR LEGGUR ORÐ I BELG.
Við háskólann í Ohio i Bandaríkjunum var nýlega haldið þing,
sem fjallaði um næringar- og heilbrigðismál. Þekktur læknir og rit-
höfundur, dr. med. Philip Norman, komst þar að orði eitthvað á
þessa leið: Orsakir langvinnra sjúkdóma og flestra annarra sjúk-
dóma eru gerilsneyðing og suða matvæla, sigtun og hreinsun mjöls
og sykurs og í einu orði sagt: mataræðið. Við læknar og næringar-
fræðingar breytum ekki eftir því, sem. við vitum og segjum vera
líkamanum fyrir beztu, og þessvegna erum við jafnsjúkir og sjúk-
lingar okkar. Við gerum við og löppum upp á sjúka líkama, til
þess að þeir megi endast lengur. En þótt við getum dregið úr þján-
ingum og smitunarhættu með ýmsum ráðum, á það ekkert skylt
við það að byggja upp hraustan líkama. Við langvinnum sjúkdómum
getum við sáralítið, þótt sérfræðingar séu fyrir hvert líffæri og
allskonar vísindaleg tæki og tækni. Þrátt fyrir þetta aukast hrörn-
unarsjúkdómarnir, blóðþrýstingurinn hækkar, æðarnar harðna, hjart-
að ofreynist og heilinn hrörnar. Og við læknar horfum upp á þetta
án þess að reyna að stöðva hrörnunina. Við leggjum allan okkar
metnað í að berjast við sjúkdómseinkenni, með sæg af skínandi á-
höldum. Félög eru stofnuð og sjóðir fyrir berklasjúklinga, gigtar-
sjúklinga, hjartasjúklinga, krabbameinssjúklinga o. s. frv. Og menn
velta enn vöngum yfir orsökum þessara sjúkdóma, enda þótt merkir
og kunnir vísindamenn frá ýmsum löndum hafi leitt að því gild rök
og jafnvel sannanir, byggðar m. a. á vísindarannsóknum og langri
reynslu í sjúkrahúsum, að daglegt viðurværi sé meginorsök flestra
sjúkdóma. Ef við lifðum á ósigtuðum, nýjum kornmat, aldinum og
grænmeti, að sem mestu leyti ósoðnu, ræktuðu með lífrænum að-