Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 35

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 35
HEILSUVERND 31 EYÐILEGGJA HRÆRIVÉLAR FJÖREFNIN? í Svíþjóð hafa nýlega verið gerðar rannsóknir á því, hvort C-fjör- efni í grænmeti og aldinum eyðileggist við að rifa matvælin smátt, eins og t. d. í hinum svonefndu mix-vélum. Rannsóknin sýndi, að efnakljúfar (enzym) byrja undir eins eftir smækkunina að um- mynda C-fjörefnið (askorbínsýruna) og breyta því í annað efni, sem kallað er dehydro-ctskorbínsýra, en hún er talin hafa sömu verkanir og C-fjörefnið sjálft í líkamanum. En við geymslu breytist þessi síðarnefnda sýra i annað efni og hefir þá með öllu glatað eiginleik- um C-fjörefnisins. 1 sumum tegundum grænmetis og aldina, svo sem grænkáli, stein- selju, tómötum og appelsínum eru efni, sem tefja fyrir ofangreindum efnabreytingum. En í rifnum eplum og hráum kartöflum eyðileggjast C-fjörefnin hinsvegar á 30 sekúndum, eins og marka má af því, að liturinn dökknar svo að segja samstundis. Þessar rannsóknir sýna, hve nauðsynlegt það er að rífa eða smækka grænmeti eða ávexti ekki fyrr en rétt áður en þess er neytt. Og bezt af öllu er að láta tennurnar hafa fyrir að smækka þessi matvæli. Ummyndun askorbinsýrunnar í dehydro-askorbinsýru er efnabreyting, sem hefir ef til vill í för með sér eyðileggingu einhverra óþekktra efna eða eiginleika. Fari þessar efnabreytingar allar fram í munni eða meltingarfærum, koma öll næringarverðmæti að fullum notum. Ella er alltaf hætt við einhverri rýrnun. (Ny tid og viJ. LEIKFANGAHAPPDRÆTTI NLFl. Náttúrulækningafélagið efndi til happdrættis á síðasta ári. Var það hið þriðja í röðinni. Vinningar voru úrvals leikföng frá Bretlandi og vinningsnúmer 426 að tölu. Húsnæði var fengið i Austurstræti 6, og var mununum útstillt þar og miðar seldir um mánaðarskeið fyrir jól. Happdrætti þetta var með nýstárlegu sniði, þannig að dregið var, áður en sala miða hófst. Þessi aðferð og fallegir munir urðu til þess, að happdrættið gekk vel, og varð hreinn ágóði af því kr. 80.969 13. Margir góðir félagar úr NLFR aðstoðuðu við undirbúning happ- drættisins og sölu miða, og eru þeim hér með færðar beztu þakkir fyrir hjálpina.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.