Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 9
HEILSUVERND 5 Kaupmönnum er trúað fyrir innkaupum á erlendri og innlendri matvöru, sem ætti að vera trúnaðarverk lækn- anna. Einkunnarorð kaupmannsins er: Keyptu ódýra vöru, og seldu hana með góðum arði. Afleiðingin er kaup á svik- inni og óhollri fæðu, eitruðu, hvítu mjöli og hvítum sykri, hýðislausum grjónum, gömlu, oft áragömlu, sviknu mjöli, sem dæmi eru til að blandað hefir verið leir eða trjáberki. Með neyzlu þessarar óhollu og dauðu fæðu eru skapaðir óviðráðanlegir hrörnunarsjúkdómar, sem kosta flesta menn heilsu og líf. Fyrir nokkrum árum var svissneska lækninum Bircher- Benner, einum vitrasta og lærðasta lækni heimsins, boðið til London til þess að halda þar fyrirlestra fyrir lærðum mönnum. En þessum lækni hafði þá um áratuga skeið tek- izt að lækna sjúkdóma, sem annars voru taldir ólæknandi og hin þaulreynda læknislist kunni engin ráð við. Hinn ágæti vísindamaður, Sir Robert McCarrison, kynnti fyrir- lesarann með þessum orðum: „Vér lifum á tímum mikilla vísindalegra framfara á öll- um sviðum læknavísindanna, og samt sem áður fjölgar sjúkum mönnum stöðugt, og nýir sjúkdómar bætast við í hópinn. Sjúkrahúsum er fjölgað og fundin ný lyf. Og menn spyrja sjálfa sig, hvort engin ráð séu til þess að losna úr þessu sjúkdómakviksyndi. Gestur vor, læknirinn Bircher- Benner, ætlar að sýna oss þessa leið. Hann er einn hinna örfáu lækna, sem hafa lagt heiminn undir sig með lær- dómi sínum.“ Nú vitum vér, að McCarrison hafði með tilraunum sín- um á mataræði og þýðingu þess fyrir heilsu dýra og manna sýnt fram á, að sjúkdómar eru óþarfir, að unnt er að koma í veg fyrir þá og að til eru mannflokkar, sem eru með öllu lausir við þá (sbr. 9. rit NLFÍ, Mataræði og heilsufar). Eg lít svo á, að lífið sé þroskaskeið, skóli, þar sem vér eigum að stunda nám. Dæmisagan um talenturnar hjá Mattheusi, 25. kap., 14—50, er einmitt meistaraleg sam-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.