Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 18
14
HEILSUVERND
er hún litlum vandkvæðum bundin, ef næg hráefni eru
fyrir hendi. Blöndun þeirra lærist furðanlega fljótt.
Áður en lengra er haldið í lýsingu á gerð safnhauga, vil
ég fyrst gera nokkra grein fyrir því, hversvegna húsdýra-
áburður er settur í safnhauga, en ekki notaður eins og
hann kemur fyrir.
Safnhaugaáburður er búinn til, svo að hinn lífræni áburð-
ur fari ekki hrár út á landið. Með þessu er átt við það, að
allur lífrænn áburður verður að ummyndast fyrir áhrif
jarðvegsgerlanna, áður en hann getur komið jurtinni að
gagni. Ef þessi ummyndun hefir átt sér stað, áður en á-
burðurinn er borinn á landið, kemur hann gróðrinum þeg-
ar að notum, ella fer hún fram í jarðveginum, að miklu
leyti á kostnað komandi uppskeru.
Hve vel haugurinn eigi að ummyndast, eru menn ekki
á eitt sáttir um. Sumir hafa hann fullunninn, en aðrir hálf-
unninn og láta hann fullvinnast á akrinum og telja landið
hafa betra af.
Þegar safnhaugaáburður er gerður úr jurtaleifum, verð-
ur að gæta þess, að áburðurinn sé ekki notaður á sömu
jurtategund og lagði til efnið í hann. Tómatar eru þó undan-
tekning frá þessari reglu, og er sjálfsagt að nota úrgang frá
tómötum sem áburð í tómatahús, og sé úrgangurinn fyrst
settur í safnhaug, er engin hætta á sýkingu af hans völd-
um.
1 safnhaug er hægt að nota allt, sem til fellur úr mat-
jurtagörðum. Illgresi, skemmt hey og hálmur er notað í
stórum stíl. Sag má einnig nota, en ekki meira en um 5%.
Pappír er einnig notaður, en í prentsvertu og bleki eru sterk
eiturefni, sem bezt er að ekki sé of mikið af. Þang er líka
notað, og þar sem hægt er að hirða trjálauf, er mikill feng-
ur í því. Slíkur tíningur borgar sig þó ekki nema við litla
garðhauga.
Bezt er að nota sem allra fjölbreyttastar tegundir af
jurtaleifum í hauginn til að tryggja, að hinni alhliða efna-
þörf jurtanna verði fullnægt.