Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 23
HEILSUVERND
Hálldóra Jóhannsdóttir:
Sölnun
og þurrkun
drykkjarjurta.
Undanfarna vetur hefir íslenzkt te verið framreitt á skemmtunum
Náttúrulækningafélagsins í Reykjavík og við nokkur önnur tæki-
færi. Hefir drykkur þessi þótt hinn ljúffengasti og standa fyllilega
á sporði venjulegu tei. Auk þess er drykkurinn hinn heilnæmasti og
inniheldur engin skaðleg efni, eins og kaffi eða venjulegt te. Ætti
hann því skilið að verða útbreiddur og helzt að öðlast heiðurssessinn
sem þjóöardrykkur Islendinga.
Margir hafa spurt, hvar ofangreindar drykkjarjurtir fengjust eða
hvernig hægt væri að afla þeirra. Þær hafa komið frá Sauðárkróki,
og hefir höfundur þessarar greinar safnað þeim í tómstundum sin-
um og látið þær í té fyrir sanngjarnt verð, en því miður ekki svo
mikið, að hægt væri að hafa þær til sölu í verzlunum, Á fundi í
NLFR skýrði Halldóra nýlega frá aðferðum sínum • við söfnun og
þurrkun þessara jurta, og nú hefir hún góðfúslega orðið við tilmæl-
um Heilsuverndar um að skýra lesendum frá þeim. Mætti þetta verða
til þess, að sem flestir taki til við söfnun jurta næsta sumar og afli
sér þannig á ódýran og handhægan hátt nægilegs vetrarforða. Þá
eru það einnig tilmæli Heilsuverndar til lesenda sinna, að þeir safni
slíkum jurtum til sölu. Síðasta verð, sem greitt var fyrir jurtir þess-
ar, var 100 krónur fyrir kílógrammið. Og jafnvel þótt verðið væri
hærra, mundi drykkurinn verða miklu ódýrari en kaffi og jafnvel
útlent te.
Síðastliðin fjögur sumur hefi ég fengizt við að safna í
tómstundum mínum villtum jurtum. Fyrst í stað safnaði ég