Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 8

Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 8
100 HEILSUVERND Afleiðingum nútíma gervifæðu er prýðilega lýst í bréfi, sem 14 ára stúlka skrifar föður sínum heim úr skólanum og ég leyfi mér að taka upp hér, en það hefir verið birt áður. „Við vorum skoðuð um daginn. Eg er 162,5 cm og 56 kg. Sjónin ekki mjög góð, tennur ágætar. Prýðilegt heilsufar hjá mér. Þó eru stelpurnar N.N. og N.N. (stöllur liennar) alltaf í rúminu. Þær eru með alla sjúkdóma, sem nöfnum tjáir að nefna, t. d. kvef, magapínu ásamt uppsölu og öllu tilheyrandi, beinkröm, blöðrubólgu, bólgnum eitlum, botnlangabólgu, bronkítis, með innfallið brjóst o. s. frv., og svo auðvitað lystarleysi og matvendni fram úr hófi. Merkilegt að nokkur skuli vera hraustur nálægt öllum þessum ósköpum. Svo koma auðvitað nýjar sjúkdómatil- gátur á hverjum degi. Þær taka lýsi og járnmeðul og svo sjálfsagt 3—4 tegundir af dropum og pillum, og það oft á dag“. Ég segi eins og faðir stúlkunnar, „bragð er að þá barnið finnur“. Ég þakka stúlkunni fyrir þetta ágæta bréf og óska henni góðrar heilsu um langa og bjarta framtið. Ég las með óhug það, sem einn ágætur læknir skrifar. Hann er í meðalstóru læknishéraði og segir svo: „Teknir 33 botnlangar, þar af 4 úr utanhéraðsfólki. Nær helm- ingur eða 15 voru teknir í kasti, og voru þar af 3 sprungnir, en 2 með drepi, (annar sjúklingurinn barn 5 ára). Tveir sjúklingar frá öðru héraði með sprunginn botnlanga, og var annar 8 ára drengur; fengu báðir streptomycin. Langversta tilfellið var þó 4 ára gamall drengur, sem var fluttur um 40 km veg með sprung- inn botnlanga inni á milli smáþarma og mjög mikla' lífhimnu- bólgu“. Segir síðan frá því, hvernig tókst að barga lífi drengs- ins eftir langa og erfiða viðureign. Gott er að eiga ágæta skurðlækna. Þeir væru þó ennþá snjallari, ef þeir gætu kennt sveitungum sínum að búa svo að börnum sínum, að þau fengju ekki botnlangabólgu. Ég verð að segja, að illa horfir fyrir þjóð með slíka innvortis kvilla tíða. Því að þar sem mikið er um botn- langabólgu, þar er jafnframt mikið um magasár, sem aldrei gróa. Það eru of sein vinnubrögð að lækna, þegar sjúkl-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.