Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 11
HEILSUVERND Brynjúlfur Dagsson, læknir: Dm tóbiih og tóbohsnautn Erindi flutt í ríkisútvarpið 27. júní 1952. (Niðurlag). Andardráttaiiíffærin verða einkum fyrir áhrifum af tjörunni og sótinu í reyknum. Þó má geta þess hér, að nefhol neftóbaksmanna eru blóðhlaupin og sollin; þeir spilla mjög þefnæmi sínu og neföndun. — Reykurinn ertir slímhúðina og veldur viðvarandi bólgu allt frá nösum og kverkum niður í lungnablöðrur. Tóbaksmönnum er mun hættara við kvefi, kverkaskit og öðru þvílíku, en hinum, sem ekki reykja. Raddböndin bólgna, og röddin spillist; er slíkt athugandi fyrir söngmenn. Og enn fleira kemur til greina, t. d. hinn þráláti og hvimleiði hósti, sem oft þjáir reykingamanninn, einkum þá, sem reykja mikið af sígarettum. En þess eins skal að auki getið, að á síðari árum hafa komið fram ákveðnar raddir um það, eins og ég gat um í upphafi, að sígarettureykingar muni að öllum líkindum vera meginorsök fjölgandi tilfella af lungna- krabba og krabbameini í barkakýli. T. d. hefir tala þeirra, er árlega deyja úr lungnakrabba í Englandi og Wales, hækkað á síðustu 25 árum úr 612 í 9287, þ. e. rúmlega fimmtánfaldazt. Telja þeir læknar, sem aðallega hafa rann-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.