Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 14

Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 14
106 HEILSUVERND að segja, að hófleg tóbaksnotkun, t. d. 3—5 sígarettur á dag, sé meinlítil fullorðnum hraustum mönnum (körlum). Gallinn er bara sá, að flestum gengur svo illa að rata hið gullna meðalhóf, hér sem víðar. Unglingum er tóbak undantekningarlaust skaðlegt, að ekki sé talað um börn. Einnig virðast konur þola það verr en karlar. Þess má geta, að nikótínið getur borizt í mjólk kvenna, sem hafa börn á brjósti, og dæmi eru til þess, að brjóstbörn hafi fengið tóbakseitrun, ef mæður þeirra reyktu mikið. Sannast að segja eru reykingar (og drykkju- skapur!) kvenna, tóbaksgulir fingur, tóbakslyktandi andar- dráttur og tóbakshósti ekki til þess fallið að auka aðdráttar- afl þeirra og yndisþokka, eða ætti ekki að vera það. Enn er þess að geta, að öll tóbaksneyzla hefir meiri eða minni óþrifnað í för með sér. Neftóbak sáldrast á föt, í rúmföt og hvarvetna annarsstaðar, en tóbaksklútar eru hinn mesti óþverri. Reykingamenn strá um sig ösku, vindlingastubb- um o. s. frv., að ógleymdum sjálfum reyknum, sem allt meingar, spillir andrúmslofti í híbýlum og er öðrum, sem ekki reykja, allt annað en þægilegur. Margir þola hann mjög illa, svimar og svíður i augun. Sumir eru beinlínis ofnæmir, fá nefstíflu, kverkaskít og hósta af reyknum. Samt er það algengast, að reykingamenn hrifsi þegjandi til sín þau forréttindi að mega blanda andrúmsloft annarra með eins fúlum reyk og þeim sýnist. Það ætti að vera sjálfsögð kurteisi að biðja um leyfi til að reykja í viður- vist ókunnugra og í annarra manna híbýlum. I bíl er sjálf- sagt að biðja um leyfi annarra farþega, en í almennings- vögnum, innan bæjar og utan, ættu reykingar alls ekki að vera leyfðar. Freistandi er, en sjálfsagt þýðingarlítið, að minnast á reykingar á samkomum. En æskilegt væri að geta stemmt stigu fyrir þeim. Að öðrum kosti verður að tryggja svo góða loftræstingu, að aðrir, sem ekki reykja og illa þola svæluna, geti haldizt við. Hvernig á því stendur, að tóbakið hefir náð svo miklum vinsældum og þykir svo eftirsóknarvert flestum mönnum

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.