Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 15
HEILSUVERND
107
um víða veröld, virðist vera ein af þessum mannlegu ráð-
gátum, sem svo erfitt er að leysa. Hvort sem það er nú
heldur veikleiki holdsins eða .andans eða hvorttveggja,
virðist það helzt vera einskonar flótti — úr öskunni í eldinn
— frá erfiðleikum og basli daglega lífsins, eins og einn
læknir hefir komizt að orði, sem nýlega hefir um þetta
ritað. Tóbaksmenn skiptast yfirleitt í tvo flokka um skýr-
ingar. Sumir þykjast ekki geta án tóbaks verið til að „róa
og styrkja taugar sínar og skerpa hugsunina í amstri dægr-
anna“. Aðrir eru ekki eins hátíðlegir, — segja blátt áfram,
að tóbaksnotkun sé þægileg dægrastytting og ánægjuauki.
En er það rétt?, spyr J. Mibashan, læknir í Höfðaborg í
Suður-Afríku. Og svar hans er þetta: „Ánægja um tvítugt,
ómótstæðilegur ávani um þrítugt, kvalafuil ástríða um
fertugt (sbr. það, sem áður segir um tóbakskarlana fyrr-
um); hjarta- og æðaeitrun um fimmtugt; lungnaþan og
asthma, hjartakvöl, kveisa og e. t. v. lungnakrabbi milli
fimmtugs og sextugs; sérstök athugasemd á dánarvottorð-
inu eftir sextugt eða síðar, ef menn lifa svo lengi“. Þetta
er ánægjan af tóbakinu, segir hann, og á þá við sígarettu-
reykingarnar fyrst og fremst.
í þessu sambandi er rétt að geta þess, að örfáir menn
eru ótrúlegir þolskrokkar gagnvart tóbaki. En það eru
ekki haldgóð rök að vitna í slíka örfáa einstaklinga. Það er
árangurinn af athugun á öllum fjöldanum, er gefur þær
niðurstöður, sem mestu máli skipta og mark er á takandi.
Um lækningu á óhóflegri tóbaksnotkun er fátt að segja.
Ýmislegt hefir verið reynt: Munnskolvökvar, munngúm,
snuðvindlar eða sígarettur o. fl„ en flest reynzt gagnslítið.
Skynsamlegar ráðleggingar og fortölur, með athugasemd
um kostnaðarhliðina, sem ekki vannst tími til að minnast
á, en er þó enganveginn þýðingarlítil, virðist oft reynast
bezt. Oftast er bezt að hætta skyndilega og alveg. Bera ekki
tóbak á sér og hafa það ekki á heimili sínu. Þetta er til-
tölulega auðvelt, sé vilji fyrir hendi, enda er tóbaksnotkun
öllu fremur vani en ástríða, og um hungurkvalir er sjaldan