Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 17

Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 17
HEILSUVERND 109 og þörmum, en auk þess styrktist ég bæði líkamlega og andlega. Þunglyndið þvarr, heilsan batnaði, og þörfin fyrir hreyfingu og líkamlegt starf vaknaði á ný, en hún hafði legið í dái árum saman. Tennur mínar nutu og góðs af þessari breytingu, ekki síður en líkaminn í heild. Enda eru tennurnar nærðar af sama blóðstraumnum og öll önnur líffæri og aðrir vefir líkamans. Þær urðu nú aftur harðar og sterkar, eins og þær áttu að sér. Og með því að nudda gómana af alefli, til þess að auka blóðstreymið til þeirra, þá gat ég einnig unnið bug á ígerðinni í tannholdinu. Við nuddið þrýstist gröfturinn út, og tennurnar festust á nýjan leik, og ég hefi enn enga falska tönn í mínum hvofti. Fyrir nokkrum árum kynntist ég Sir Arbuthnot Lane, sem hvatti mig til þess að halda áfram á sömu braut og gaf mér mörg ágæt ráð. Snemma á árinu 1924, um það leyti, er ég lauk við bók mína um krabbameinið, hætti ég alveg að borða kjöt- og fiskmeti, og tel ég mig hafa haft mjög gott af þeirri breytingu. Eg hefi aldrei verið hraustari eða heilsu- betri en nú, hvorki andlega né líkamlega. Árið 1911, um það leyti sem ég lá sex vikna leguna, var mér um megn að ganga heilan kílómetra, og ég var hættur að geta lesið dagblöðin. En þótt ég hafi aldrei verið iþróttamaður og hafi flatan fót, þá geng ég nú leikandi 40—50 km á dag, og það dögum saman, án þess að finna til þreytu. Fyrir stuttu var ég á ferð fótgangandi í fjallahéraði og hafði böggul meðferðis. Eg villtist, hraðaði mér sem mest ég mátti og gekk í einni lotu 47 km án þess að staðnæmast nema einu sinni í hálftíma, til þess að fá mér hressingu. Við ritstörf er ég nú þrefalt afkastameiri en fyrir nokkr- um árum. Þegar verkfallið skall á 1. maí 1926*, gerðist ég lögreglu- þjónn. Var ég þá ekki lítið up með mér af því, að ég, sem hafði verið örkumlamaður árum saman, hafði nú meira líkamlegt þrek og þol en yngstu starfsbræður mínir. Flestir * Höfundur var þá 5G ára. ÞýS.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.