Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 21

Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 21
HEILSUVERND 113 ekki mat, og ég fer að dæmi þeirra. Stundum fasta ég alveg í 2—3 sólarhringa, og með ágætum árangri. Meðan á föst- unni stendur, drekk ég aðeins ferskt vatn, eða vatn með sítrónusafa, sykurlaust, eða veikt te mjólkur- og sykur- laust. Þó að þessi meðul séu ekki eins ,,flott“ og fram- leiðsla efnafræðinganna, sem gera okkur kleift að halda ofátinu áfram okkur til skaða og skammar, þá eru þau miklum mun affarasælli. Það tók mig mörg ár að endurbyggja andlega og líkam- lega heilbrigði mína og þrótt, og framfarirnar voru ekki alltaf óslitnar. Þetta gekk svona upp og ofan, og marg- sinnis hrakaði mér sýnilega. Þegar um gagngerðar breyting- ar á mataræði er að ræða, þá verður ekki komizt hjá ýms- um misfellum og glappaskotum, því að menn gera sér það ekki ljóst, að líkaminn er svo illa farinn af ónáttúrlegum lifnaðarháttum, að hann þolir ekki alltaf náttúrlega fæðu fyrst í stað, hún reynist stundum illmeltanleg og jafnvel skaðleg. Þetta kemur bezt í ljós á ungbörnum. Ef barnið hefir haft pela og verið nært á ónáttúrlegum mat og er farið að þjást alvarlega af meltingartruflunum, þá getur verið hættulegt að skipta allt í einu um og gefa því brjósta- mjólk. Þeir sem kunna að vilja fara að dæmi mínu, ættu að byrja mjög gætilega, rasa ekki um ráð fram og breyta ekki skyndilega um mataræði, og þeir mega ekki verða uppnæmir eða örvænta, þótt framfarirnar séu hægar og þeim hraki jafnvel á stundum. Ég var í mörg ár að endur- byggja líkama minn og andlegan þrótt. I bók minni um krabbameinið gaf ég lesendum svipuð ráð. Og mér til óblandinnar ánægju hefi ég fengið þakkar- bréf frá fjölda manna, þar á meðal frá læknum, þar sem skýrt er frá, með hve ágætum árangri þeir hafa farið að ráðum mínum. Sumir skýra svo frá, að þeir hafi ekki að- eins læknazt af venjulegum meltingartruflunum,' hægða- tregðu og fleiri kvillum, heldur losnað líka við liðagigt, eða astma, og ýmsa fleiri sjúkdóma. <B- L- J- Þýddb.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.