Heilsuvernd - 01.12.1952, Síða 23

Heilsuvernd - 01.12.1952, Síða 23
HEILSUVERND 115 sumur, s.l. sumar í húsmæðraskólanum að Varínalandi í Borgarfirði, og dvöldust þar rúmlega 200 manns um lengri eða skemmri tíma. Hér er því kominn vísir að heilsuhæli. Reynslan er ágæt eins og aðsókn sýnir, og mikil þörf fyrir slíka stofnun hér á landi. Er þess að vænta, að félaginu auðnist með tilstyrk góðra manna að hrinda þessu hug- sjónamáli sínu í framkvæmd og heilsuhælið rísi sem fyrst af grunni. Brautryðjandi náttúrulækningastefnunnar hér er Jónas Kristjánsson læknir, og hefir hann verið forseti Náttúru- lækningafélags Islands frá stofnun þess. Jónas læknir hefir kynnt sér þessa mikilsverðu, eða ef til vill mikils- verðustu hlið læknavisindanna, betur en nokkur annar íslenzkur læknir og farið víða um lönd til að afla sér nýrrar og nýrrar reynslu og þekkingar í þeim efnum. Starf hans að þessum málum mun sagan geyma og meta. Jónas Kristjánsson á afmæli í dag. Ég flyt honum beztu afmælis- kveðjur og veit, að ég mæli þá fyrir munn margra. En betri afmælisgjöf getum vér ekki gefið honum í dag en þá að kaupa merki Náttúrulækningafélags fslands. Sú gjöf er þó fyrst og fremst gefin íslenzku þjóðinni, þvi að fyrir hana, heilbrigði hennar og hreysti, hamingju og manndóm, er Náttúrulækningafélag fslands að vinna. Reykvíkingar! — íslendingar! Leggið góðu máli lið. Eflið heilsuhælissjóð Náttúrulækningafélagsins. — Kaupið í dag merki félagsins! TIL LESENDA. Meginþorri áskrifenda hefir þegar greitt áskriftargjaldið fyrir 1952, og er þeim hérmeS þökkuð skilvisin. Einnig færum vér beztu þakkir öllum þeim, sem hafa unnið að viðgangi og útbreiðslu ritsins á árinu með útvegun nýrra áskrifenda cða á annan hátt. GLEÐILEG JÓL — FARSÆLT KOMANDI ÁR.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.