Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 26
118
HEILSUVERND
fæðisdag (kr. 11.04 sumarið 1951). Skiptist hann þannig
(svigatölurnar frá árinu áður):
Mjólk og mjólkurafurðir .... kr. 6.09 (5.34) 46.3%
Grænmeti og rótarávextir .. — 4.48 (3.85) 34.1%
Ávextir, kornmatur o. fl.....— 2.57 (1.85) 19.6%
Hækkunin nemur alls 19%. Þrátt fyrir hækkun á vinnu-
launum og ýmsum öðrum kostnaði var dvalargjöldum hald-
ið í sama verði og sumarið áður, kr. 50,00 á dag. Eigi að
síður varð reksturinn hallalaus.
Að þessu sinni hefir ekki verið farið út í það að reikna
út eða sundurliða næringargildi fæðisins, sem ætla má, að
hafi verið svipað og sumarið áður (sbr. 4. hefti 1951).
Lausleg athugun sýnir, að neyzla einstakra fæðutegunda
hefir verið lík og þar er lýst, svo að niðurstöðurnar hljóta
að vera áþekkar. Og enn er hér fengin staðfesting á því,
að hreint mjólkur- og jurtafæði er ódýrara en fólk ímyndar
sér. Ennfremur skal vakin athygli á því, að eftir því sem
meira er borðað af hrámeti, þeim mun betur nýtist fæðan,
menn þurfa minna að borða en ella, og fæðið verður þannig
í senn bæði heilnæmara og ódýrara.
Óheppilegar samgöngur ollu dvalargestum talsverðum
örðugleikum, þar til beinar ferðir hófust að Hreðavatni
seint í júlí. Ekki virtust þessi óþægindi þó hafa nein áhrif
á aðsóknina. Þá var það til mikils baga, að vatnsból skól-
ans þvarr um hríð, og ennfremur var ólag á aðrennsli heita
vatnsins, svo að ekki var unnt nema að mjög litlu leyti
að starfrækja svitaböð eins og til var ætlazt. Hinsvegar
höfðu dvalargestir ókeypis aðgang að sundlaug, og aðstaða
til útivistar og gönguferða var hin bezta, auk þess sem
húsakynni voru hin prýðilegustu.
Við hressingarheimilið störfuðu frá byrjun þær ung-
frúrnar Benny Sigurðardóttir og Ólöf Vernharðsdóttir,
húsmæðrakennarar, báðar nýútskrifaðar úr Húsmæðra-
kennaraskóla íslands. Var sú fyrrnefnda forstöðukona, en
Ólöf annaðist matreiðsluna. 1 byrjun ágúst varð hún að
hverfa á brott, en þá tók við af henni þriðja skólasystirin,