Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 27

Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 27
HEILSUVERND 119 HIÐ FAGRA KYN ER HIÐ HRAUSTARA, Karlmanni þykir lítill heiður ef sagt er, að hann sé ekki kvensterkur, eða hafi ekki kvenmannsafl. Enda býr venju- lega meira átakaafl í vöðvum karla en kvenna. Samt sem áður virðast konur vera sterkari á ýmsum sviðum. Þær eru hraustari, þ. e. gæddar meiri lífsþrótti og meiri mót- stöðu gegn sjúkdómum og öðrum deyðandi öflum, eins og eftirfarandi staðreyndir sýna. (Framhaid á bis. 120)-. ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir. Með því að þær höfðu ekki haft tíma til að undirbúa sig eða kynna sér þá matargerð og tilhögun, sem þarna var ráðgerð, var frú Dagbjört Jóns- dóttir, matreiðslukennari, þeim til leiðbeiningar og aðstoðar nokkra daga í byrjun. Aðrar starfsstúlkur voru Erla Jóns- dóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir og Svanhildur Bjarnadóttir. Sunnudaginn 31. ágúst var skólanefnd húsmæðraskólans að Varmalandi boðið til hádegisverðar ásamt forstöðukonu skólans, ungfrú Vigdísi Jónsdóttur, hreppstjóra Stafholts- tungnahrepps, Kristjáni Björnssyni, oddvitanum, Þorvaldi Jónssyni, héraðslækninum, Þórði Oddssyni að Kleppjárns- reykjum, Guðmundi Jónssyni, skólastjóra að Hvanneyri, og konum þeirra. Framkvæmdastjóri félagsins bauð gesti velkomna, lýsti höfuðtilgangi þess með nokkrum orðum og þakkaði skólanefndinni fyrir að hafa látið félaginu þetta húsnæði í té. Til máls tóku einnig frú Geirlaug Jónsdóttir, formaður skólanefndar, Guðmundur Jónsson, skólastjóri, Þórður Oddsson, læknir, og Steindór Björnsson frá Gröf fyrir hönd dvalargesta. Luku ræðumenn lofsorði á þessa starfsemi félagsins og árnuðu því allra heilla. Óhætt er að fullyrða, að starfsemin í sumar hafi heppn- azt vel og vakið mikla athygli, innanhéraðs sem utan. Að því stuðlaði m. a. nærvera Jónasar læknis Kristjánssonar, sem flutti tvívegis erindi í Stafholtskirkju að lokinni guðs- þjónustu og gekk á fjöll sem ungur væri (sbr. síðasta hefti). Vonandi ber félagið gæfu til að geta haldið þessu sumar- starfi áfram. B. L. J.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.