Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 28

Heilsuvernd - 01.12.1952, Side 28
120 HEILSUVERND 1. Konur verða 2—5 árum langlífari en karlar. Að nokkru getur þetta stafað af því, að þeim er síður hætt við slysum, en á móti koma að vísu ýmsar afleiðingar í sambandi við meðgöngu og barnsfæðingar, jafnvel dauðsföll. Ennfremur eru langlífishorfur kvenna nokkru meiri en karla, eftir að komið er yfir sextugsaldurinn, og munar það hálfu til heilu ári. (Sjá grein um lengingu mannsævinnar í Heilsu- vernd 1951, 4. hefti). 2. Á fyrsta aldursári eru sveinbörn viðkvæmari en mey- börn, og sama máli gegnir um börn cg unglinga yfirleitt, að stúikum verður síður en piltum meint af ýmiskonar lirakningum og áföllum. 3. Konum, sem ganga með sveinbörn, er hættara við ó- höppum, svo sem fósturlátum, fæðingum fyrir tímann, dauða fóstursins og andvana fæðingum, heldur en ef um meybörn er að ræða. Og meybörn fædd fyrir tímann hafa meiri lífsmöguleika en sveinbörn. 4. Dánartala úr smitandi sjúkdómum, þar á meðal berkl- um og lungnabólgu, er 40—50% hærri hjá körlum en konum. 5. Þótt of hár blóðþrýstingur sé tíðari meðal kvenna en karla, virðast þær þola hann betur, þvi að miklum mun fleiri karlar en konur deyja úr sjúkdómum í hjarta og æðum. 6. Konum er að vísu hættara en körlum við sjúkdómum í lifur og gallblöðru. En hinsvegar eru ýmsir sjúkdómar í meltingarveginum tíðari meðal karfa, svo sem botnlanga- bólga (helmingi tíðari) og sár í maga og skeifugörn (þrisv- ar sinnum tíðari). 7. Kvendýr virðast einnig hraustbyggðari en karldýr, eins og þessi tilraun sýnir: Sterkt miðflóttaafl var látið verka á ýmsar dýrategundir (mýs, ketti, kanínur, apa). Karldýr- in drápust næstum með tölu, en 90% kvendýranna lifðu tilraunina af. 8. Allskonar vanskapnaður er miklum mun tíðari hjá körlum en konum. (Vie et Santé).

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.