Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 29

Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 29
HEILSUVERND 121 ER ORÐTAKIÐ „FULLIR KUNNA FLEST RÁГ ÖFUGMÆLI. Hundatemjari einn gerði tilraun á tveimur veiðihundum til f>ess að ganga úr skugga um, hvaða matmálstimar hentuðu þeim bezt. Hann gaf þeim til skiptis, öðrum þeirra á morgnana, en hinum ekki fyrr en að kvöldi, eftir að komið var úr veiðiför. Sá hundurinn, sem engan mat fékk að morgni, reyndist alltaf betur, var viljugri, betri að rekja slóðir, blýðnari og fljótari. Hundurinn, sem morgunmat fékk, var þyngri á sér og latari en samt sem áður þreyttari að kvöldi. Hermenn liinna fornu Grikkja og Rómverja borðuðu aðeins eina máltíð á dag, og það að kvöldi dags. Þetta er ekki eins mikið undrunarefni og í fljótu bragði kann að virðast. Fæðan er marga klukkutima að meltast. Og sú starfsorka, sem líkaminn notar dag hvern, er að mildu leyti unnin úr þvi, sem borðað var daginn áður. Menn verða þungir á sér, er þeir hafa matazt. Það eru ekki einungis þyngslin af matnum í maganum, sem þessu valda, held- ur og hitt, að meltingarstarfið er mjög orkufrekt og rænir orku frá öðrum störfum. Því er bezt að borða sem minnst fyrri hluta dags og aðalmáltið- ina að kvöldi, þeg'ar dagsverki er lokið. Með þvi móti er séð fyrir hentugri verkaskiptingu. Maðurinn rækir störf sín, ótruflaður að mestu leyti af meltingarstarfinu, sem er erfiðara en flesta grun- ar og rýrir hin ytri afköst. Að kvöldinu og nóttunni getur svo líkamin gefið sig óskiptan að meltingu fæðunnar, jafnframt því, sem hann hvilist að öðru leyti. Reynslan hefir kennt mönnum, að bezt er að borða ekki þung- ar máltiðir að morgni dags. Og tilraunir með veiðhundana, reynsla rómversku hermannanna og margra annarra fyrr og síðar, hefir fært okkur heim sannin um, að enginn skaði er skeður — öðru nær — þótt við strikum morgunverðinn að mestu eða öllu leyti út af matseðli okkar. Og heppilegasti morgunverðurinn er tvímæla- laust fyrir flesta nýir ávextir og ávaxtadrykkir, eða grænmetis- drykkir, sem flytja líkamanum léttmelta næringu og gnægðir steinefna og fjörefna í náttúrlegri mynd. LlKAMSÆFINGAKERFI, ætlað fólki á öllum aidri. og þó sérstaklega konum, er nýlega komið út i íslenzkri þýðingu, og fylgja margar myndir til skýr- ingar. Það tekur aðeins 5 mínútur daglega, er létt og auðvelt og þó talið geta verið veigamikill þáttur í því að varðveita lieilsuna og fjaðurmagn æskunnar. (Sjá augl. á bls. VIII).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.