Heilsuvernd - 01.12.1952, Qupperneq 30
122
HEILSUVERND
GARÐYRKJUSÝNINGIN.
Garðyrkjufélag íslands bauð N.L.F.f. þátttöku i sýningu þeirri,
sem haldin var í skála Knattspyrnufélags Reykjavíkur við Kapla-
skjólsveg dagana 2(i. sept. til 5. okt. 1952. í deild félagsins voru
sýndar ýmsar matvörur, svo sem lieilt og spírað korn, nýtt mjöl,
baunir, brauð úr nýju mjöli o. fl. Þar voru á boðstólum grænmetis-
drykkir, brauð og lirásalöt, og sýnikennslu annaðist ungfrú
Benny Sigurðardóttir, sem hafði á hendi forstöðu deildarinnar.
Við opnun sýningarinnar var hátt á annað hundrað gesta, þeirra
á meðal forseti íslands og forsetafrú. Þar flutti Arnaldur Þór,
formaður Garðyrkjufélags íslands, ræðu og vakti athygli á eink-
unnarorðum sýningarinnar, sem voru þessi: „Garðurinn er heilsu-
lind heimilisins“. Forsætisráðherra, Steingrimur Steinþórsson,
opnaði sýninguna. í ræðu sinni lagði hann áherzlu á aukna neyzlu
grænmetis og gat þess sem dæmi um breyttan hugsunarhátt al-
mennings, en nú þætti ekki lengur minnkun að því að vera „gras-
æta“. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti ávarp, og loks mælti
Björn L. Jónsson nokkur orð, lýsti þeim réttum, sem á boðstólum
voru og gestir beðnir að þiggja í sýningardeild N.L.F.Í.; hann
vakti athygli á þeirri afturför i mataræði íslendinga, að heima-
mölun korns lagðist smátt og smátt niður, og taldi hana eiga
að komast aftur til vegs og virðingar. Þá þakkaði hann sýningar-
nefndinni fyrir að hafa gefið félaginu kost á að taka þátt i sýn-
ingunni og lauk máli sínu með þessum orðum:
„Allir ættu að geta sameinazt um kjörorð N.L.F.Í.: Heilsuvernd
er betri en lækning, ])ótt mcnn kunni að greina á um leiðirnar. En
aðalmarkmið náttúrulækningastefnunnar er heilsuvernd, i víðtæk-
ustu merkingu þess orðs, í líkamlegum, andlegum og siðferðilegum
skilningi“.
Enda þótt sýningin kostaði félagið nokkra fjárhagslega fórn,
má óhikað fullyrða, að beinn og óbeinn ávinningur hafi farið
langt fram úr útgjöldunum, sem ýmsir velviljaðir aðilar og fórn-
fúsir félagsmenn áttu sinn þátt í að gera sem minnst. Er sérstök
ástæða til þess að þakka Sveinsbakarii og forstjórum Sölufélags
garðyrkjumanna og Mjólkursamsölunnar fyrir stuðning þeirra,
svo og Sigurði Bjarnasyni rafvirkjameistara fyrir ómetanlega
hjálp, að ógleymdum félagskonunum Guðrúnu Einarsdóttur og
Ingibjörgu Guðbjarnadóttur og sjálfri sýningarnefndinni, þeim
Böðvari Péturssyni, Lárusi Péturssyni og Steinunni Magnúsdóttur,
sem öll lögðu fram mikla og tímafreka vinnu við sýninguna.