Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.12.1952, Blaðsíða 32
124 HEILSUVERND EITRUÐ LITAREFNI I MAT OG FÖTUM. I ameríska tímaritinu Health Culíure (Heilsurækt) birtist ný- lega grein um orsakir krabbameins. Er m. a. rætt um þá hættu, sem stafar af vaxandi notkun eiturefna í matvælum og viðar. Eitt liið hættulegasta þeirra er anilin, sem notað er í fata- og matarliti. Það er allcunna og viðurkennt af læknavísindunum, að langvar- andi áhrif eiturefna geta valdið krab'bameini í ýmsum líffærum. Er þá um að ræða mjög lítið magn eiturs, minna en svo, að það valdi sýnilegum sjúkdómseinkennum í livert sinn. En fái eitrið að verka nógu stöðugt og lengi, i tíu til 20 ár, verður afleiðingin oft og tíðum krabbameinsvöxtur, sem leiðir oftast til dauða. Margir þekktir visindamenn hafa rannsakað áhrif anilíns á starfsfólk í litunarverksmiðjum og aðra, sem verða fyrir áhrifum þessa efnis. Ber þeim vel saman um niðurstöður sínar. Einna mest hætta stafaði af efni þessu, ef anilíngufa blandaðist lofti, sem menn önduðu að sér. Anilínið kemst einnig gegnum húðina. Fatnaður er litaður með anilínlitum. Að vísu á að vera þannig frá þeim gengið, að þeir leysist ekki upp. En á því getur orðið misbrestur. Er þá hætt við, að litur úr fötunum leysist upp, þegar menn svitna, og siist síðan i gegn um luiðina. Þannig eru þess mörg dæmi, að útbrot koma á háls eða fótleggi undan loðkrögum eða sokkum. Meiri og' almennari hætta stafar þó frá matarlitunum, sem skipta mörgum tugum og' eru flestir meira og minna skaðlegir, enda eru það oft tjöru- eða anilínlitir. Þeir eru notaðir í kökur og sælgæti, allskonar drykki, smjör og smjörliki, kjötafurðir ýmsar, niður- soðin matvæii o. s. frv. Likt er að segja um allskonar geymsluefni, sem ætluð eru til varnar skemmdum í matvælum. Slíkar skemmd- ir stafa jafnan frá bakteríum eða öðrum snýkjudýrum. Það er mjög líklegt, að efni, sem drepa bakteriurnar, hljóti einnig að hafa skaðleg álirif á frumur líkamans. Tilraunir hafa verið gerðar á músum og kettlingum til að rann- saka álirif ýmissa geymsluefna. Dýrin fengu ekki annað að eta en matvæli menguð slíkum efnum, og þetta leiddi þau öll til dauða á einum fimm vikum. Yið krufningu fundust skemmdir i melt- ingarfærum, nýrum og hjarta. Eitt sinn var og gerð tilraun á nokkrum ungum mönnum. Þeir tóku inn mjög smáa skammta af þessum efnum daglega i 3 vikur. En þá voru komin i ljós greinileg sjúkdómseinkenni i nýrum og meltingarstarfi. Greininni í ameríska tímaritinu lýkur með nokkrum heilræðum, sem m. a. eru i því fólgin að forðast lituð föt innst klæða, svo og matvæli blönduð geymslu- eða litarefnum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.