Heilsuvernd - 01.12.1952, Síða 33
HEILSUVERND
125
FÉLAGSFRÉTTIR.
Kynningarfund hélt Náttúrulækningafélag Reykjavíkur í
Tjarnarkaffi mánudaginn 27. okt. 1952. Böðvar Pétursson kennari
setti fundinn kl. 21 og stjórnaði honum. Fundurinn hófst með
því, að Jónas Kristjánsson, læknir, flutti erindi um ræktun heils-
unnar. Því næst var sýnd sænska talmyndin Leiðin til heilbrigði,
en áður skýrði B. L. ,1. myndina. Þá lék Skúli Halldórsson ú
píanó nokkur frumsamin lög. Björn L. Jónsson, veðurfr., las upp
frásögn eftir frú Sólveigu Jónsdóttur, 82 ára, þar sem hún skýrði
frá því, hvernig hún læknaðist af eksemi og gigt fyrir 5 árum.
Mælti Sólveig siðan nokkur orð í s'ambandi við það, og undruðust
allir, hve ungleg og ern hún var. — Þá las Þorvaldur Jónsson
verzlunarmaður upp þýddan bókarkafla eftir amerískan lækni um
meðferð ungbarna, og tvær stuttar frásagnir í því sambaiuli. Að
því loknu kynnti B. L. .1. fyrir fundarmönnum útgáfubækur félags-
ins, sem voru til sölu að fundi loknum.
Að lokum þakkaði fundarstjóri fundarmönnum fyrir komuna
og sagði síðan fundi slitið. — Fundinn sóttu rúmlega 100 manns.
Talsvert seldist af bókum, og nokkrir gerðust félagsmenn og
áskrifendur að Heilsuvernd.
Heilsuverndarfélag Súgfirðinga hélt aðalfund sinn 19. maí
1952. Á starfsárinu höfðu verið haldnir 4 félagsfundir, og á tveimur
þeirra var félagsvist og önnur skemmtiatriði. Á aðalfundi var sam-
þykkt tillaga um að hefja garðrækt á næsta vori. „Rætt var um
mataræði á víð og dreif, heilsusamlega lifnaðarhætti yfirleitt,
böð og hollustu þeirra ásamt auknu hreinlæti í hvívetná“, segir
í skýrslu formanns, sem lýkur henni með þessum orðum: „I litlu
umhverfi verður félagsskapurinn fremur umsvifalitill og þróunin
hæg. Hitt dylst þó ekki, að um nokkura vakningu og hyggju
er hér að ræða til heilbrigðara lífs á ýmsa lund í mataræði meir
en áður var“.
Formaður var endurkjörinn Aðalsteinn Hallsson, skólastjóri,
og með honum i stjórn Salberg Guðnuindsson (gjaldkeri), séra
Jóhannes Pálmason (ritari), Guðni Ólafsson og María Friðriks-
dóttir.
Formaðurinn tók upn þá nýbreytni að semja fundarboð í Ijóðum,
og fer fyrri hluti þess hér á eftir:
Nú Heilsuvernd súgfirzka halda vill fund
og hans til í þriðja sinn boðar,
en félaga veikur er líkami og lund,
ef lögeggjan þessi ei stoðar.