Heilsuvernd - 01.12.1952, Page 35
HEILSUVERND
127
LÆKNIRINN HEFIR ORÐIÐ.
Náttúrleg matvæli bezt.
Próf. Sherman, víðkunnur amerískur næringarfræðingur, segir:
„Kalkþörf líkamans ætti ekki að fullnægja með kalklyfjum, lield-
ur með aukinni neyzlu kalkauðugra fæðutegunda, svo sem
mjólkur og grænna blaðjurta".
Ennfremur: „Um það er engum blöðum að fletta, að ef við
nærðumst eingöngu á gérvifæði samsettu af öllum þekktum nær-
ingarefnum í hreinu formi, kæmu fyrr eða síðar í ljós vanfóðr-
unareinkenni vegna skorts á einhverjum óþekktum efnum eða
eiginleikum. Hitt er jafnvíst, að ef við leggjum okkur til munns
aðeins náttúrlegar og óspilltar fæðutegundir, mun líkaminn fá
nægilegt magn alira þekktra og óþekktra næringarefna".
Sherman segir enn: „Tilráunir benda mjög eindregið til ]iess,
að ef viðurværið í lieild er skynsamlega samsett, sé járnþörf
líkamans talsvert minni en talið liefir verið“. (Rude Health).
Hár aldur.
Amerískur læknir, D. H. Kress, segir svo frá: Vinur minn, séra
R. C. Porter, fór fyrir fáum árum til Filippseyja og heimsótti þar
innfæddan mann 13G ára gamlan. Öldungurinn fór á fætur kl. G
á hverjum morgni. Hann var herðabreiður, beinvaxinn og krafta-
legur og sagði prestinum, að skírnarvottorðið gæti liann fengið
að sjá í kirkjunni. Hann kvaðst alltaf hafa lifað á aldinuin, hneturn,
kornmat og grænmeti, aldrei borðað kjöt og aðeins lítið eitt af
fiski. (Úr Health Culture).
LEITAÐ Á RÖNGUM STAÐ.
Venjulega leita læknar orsaka sjúkdómsins í hinum sjúka
líkama. Þessvegna tekst svo sjaldan að finna þær. Orsakirnar eru
nefnilega sjaldnast innan likamans •— þar eru afleiðingarnar —
heldur eru þær fólgnar i röngum lifnaðarháttum.
Menn óttast sjúkdóma. Ef menn óttuðust ranga lifnaðarhætti
að sama skapi, væri minna um sjúkdóma.
SKRIFSTOFA N.L.F.I.
hefir verið að Mánagötu 13 siðari hluta þessa árs, en í atliugun
er að fá hentugra húsnæði. — Skrifstofumaður er Þórður Hall-
dórsson frá Litlu-Skógum í Borgarfirði. — Skrifstofan er opin
daglega kl. 3—5 e. h.