Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 7
HEILSUVERND 3 sökin var heilsuleysi, sem stafar af fátækt og lélegri fæðu. Og óeðlileg og dauð fæða er meginorsök langflestra sjúk- dóma. I Bandaríkjunum reyndist aðeins 'helmingur manna á bezta aldri (18—45 ára) tækir í herinn. Það er margföld staðreynd, að vestrænar þjóðir eru allra þjóða krankfelldastar, þrátt fyrir öll læknavísindi, og heilsa og táp manna í afturför. Er þetta ekki sorgleg saga fyrir alla, sem afkvæmi eiga? Ekki skil ég í þeim mönnum, sem geta látið sig þetta engu skipta, neita því, að nokkur hætta sé á ferðum, þó að heiibrigði sé auðsýnilega í hnign- un og ungt fólk taki ólæknandi sjúkdóma á bezta aldri. I gær kom til mín 21 árs piltur með greinileg einkenni sárs í skeifugörn, failegur piltur og greindarlegur og auð- sætt mannsefni. En hann er engan dag heill eða sæll, hefir þrautir daglega. Eitthvað hefir verið athugavert við lífs- venjur þessa unga pilts. Hann hefir átt heima hér í Reykja- vík í nokkur ár og kennir mataræðinu um vanlíðan sína, sem rétt er. Þessi sjúkdómur gæti skánað í bili, ef upp- skurður væri gerður. En árangur er ekki viss, og slíkar aðgerðir eru neyðarúrræði, eins og allar aðgerðir, sem beint er að hinum mest áberandi sjúkdómseinkennum, án tillits til þess, að líkaminn er allur sjúkur, af orsökum, sem ekkert er við gert og þeim ekki gaumur gefinn. Þær halda því áfram að valda meiri og víðtækari sjúklegum breyt- ingum, þó að sjúkt líffæri sé numið burt. Ég kom fyrir nokkru í geysistóra lækningastofnun er- lendis. Þar var sjúklingunum vísað inn í einn almenning, þar sem þeir voru greindir í flokka eftir sjúkdómseinkenn- um og síðan sendir sérfræðingum til rannsóknar og þaðan í ákveðin sjúkrahús til meðferðar. Þetta minnti mig á skila- rétt að haustlagi, þar sem stórir fjárhópar eru reknir inn í aimenning og dregnir í dilka eftir eyrnamörkum. — 1 sjúkrahúsinu er svo eitt eða annað sjúkdómseinkenni numið burt, en hinsvegar sést læknunum yfir það, að til flestra sjúkdóma liggja sameiginlegar orsakir, rangir lifnaðar- hættir, enda þótt afleiðingarnar verði margvíslegar og

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.