Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 8
4
HEILSUVERND
brjótist út í ýmsum myndum. I skjóli þessara vinnubragða
halda orsakir sjúkdómanna áfram skemmdarstarfi sínu
óáreittar, og æ fleiri menn verða vanheilsu að bráð.
Ég hefi nýlega séð skýrslu um aukningu nokkurra sjúk-
dóma vestanhafs síðustu 50 árin. Samkvæmt henni hafa
nokkrir sjúkdómar aukizt sem hér segir:
Geðbilun og sálsýki ................. 400%
Blóðsjúkdómar ....................... 300%
Hjartasjúkdómar ..................... 300%
Nýrnasjúkdómar ...................... 650%
Sykursýki ...................!....... 1800%
Krabbamein .......................... 300%
Þetta eru óhugnanlegar tölur. Þótt deila megi um, hvort
þær séu hárnákvæmar, eru þær órækur vottur um öran
vöxt þessara sjúkdóma og dvínandi lífstáp, og flestir þess
eðlis, að ósýnt er um fullan bata, enda er aðgerðum beint
að sjúkdómseinkennunum, en ekki orsökunum.
Fjöldi manna ganga frá einum lækni til annars án þess
að fá bata. Hvernig geta menn horft á þetta stjörfum aug-
um án þess að hefja tilraunir til lækninga með nýjum að-
ferðum, í samræmi við eðli sjúkdómsins og orsakir hans?
Um aukningu sjúkdómanna hefir lífeðlisfræðingurinn
Alexis Carrel sagt, að reynslan sýni, að þó að tekizt hafi
að útrýma næmum sjúkdómum, þá hafi hrörnunarsjúk-
dómar hraðvaxið, og að því fari fjarri, að heilbrigði hafi
aukizt eða tekizt hafi að draga svo úr mannlegum þrautum
sem af er gumað. Hann segir, að hrörnunarsjúkdómar
'hafi vaxið langt fram yfir það, sem dregið hefir úr næmum
sjúkdómum. Þau æviár, sem tekizt hafi að bjarga frá
stóru-bólu, taugaveiki og barnaveiki og öðrum drepsóttum,
hafi orðið að endurgreiða með langvinnum þrautum miklu
fleiri manna og oft með kvalafullum dauða, svo sem úr
sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Sjúkdóm-
arnir hafi breytt um svip, séu orðnir annars eðlis en áður,
hrörnunarsjúkdómar í stað næmra sjúkdóma.
Margir ágætir læknar hafa bent á það, að heilsu manna