Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 11
HEILSUVERND Ingimar Vilhjálmsson, garðyrkjumaöur: Lífræna ræktunar- kenningin. Aðalhöfundur að hinum svonefndu biodynamisku* rækt- unarkenningum er austurríski heimspekingurinn Dr. Rudolf Steiner. Hann var höfundur að heimspekikerfi, sem kallast Antrofosofi, þ. e. mannþekking. Hann var afkastamikill rit- höfundur og skrifaði um 500 bækur og rit. Bændurnir í nágrenni Steiners, sem höfðu kynnzt kenn- ingum hans, báðu hann að kenna sér réttar ræktunarað- ferðir út frá sjónarmiðum heimspeki hans. Það varð úr, að námskeið var haldið vorið 1924 á bú- garðinum Koberwitz við Breslau, þar sem Dr. Rudolf Steiner setti fram skoðanir sínar um lífið í náttúrunni og hvernig þekkingin um það getur komið að notum í jarð- ræktinni. Hin lífræna ræktun var á fyrstu árum sínum prófuð, endurbætt og fullkomnuð og náði fljótt útbreiðslu í Þýzka- landi. Tuttugu árum seinna barst 'hún til Danmerkur og er nú mest útbreidd í því landi. 1 Þýzkalandi hlaut hún * Biodynamisk er stytting úr biologisk — dynamisk, sem leggja mætti út lífmagnaður, en hér verður notað orðið lífrœun.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.