Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 15

Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 15
HEILSUVERND Ingveldur Kr. Brynjólfsd. úr Landeyjum: Eitt ár ævi minnar. Árið sem leið, eða frá 21. júní 1951, er ég kom í hið nýstofnaða hressingarheimili N.L.F.I. í Hveragerði, hefir orðið mér lærdómsríkasta og uppbyggilegasta ár ævi minn- ar. Ég lagði upp í þá för algjörlega viljalaus, vonlaus og full vantrausts á þessa nýju stofnun, og þó lækninn allra mest, því að ég var orðin langþreytt á þeim læknum, er ég ár eftir ár, og áratugum saman, hafði árangurslaust byggt vonir mínar á. Var mér því óljúft að þurfa að fara að kynn- ast enn einum, er ég hélt vera af sama sauðahúsi, þvi að Jónas Kristjánsson lækni hafði ég aldrei séð og lítið um hann heyrt. En til þess að eftirfarandi frásögn verði skilin í réttu ljósi, verð ég að byrja á byrjuninni. Frá fyrsta minni, eða rúmlega í 40 ár, hefi ég þjáðst af þeim sjúkdómi, er læknar nefna liðagigt, en sem mér skilst nú vera einn vottur um sveltandi líf, eða langvarandi hungur eftir þeirri réttu næringu í daglegri fæðu, sem hver einstaklingur þarfnast til vaxtar og viðhalds heil- brigðs líkama.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.