Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 20
16
HEILSUVERND
leiðingar. Ég var 71 kg á þyngd fyrir ári og 163 sm á hæð,
en er nú 65 kg og 166 sm. Vantar þó enn nokuð á, að ég
geti staðið upprétt, enda var ég orðin kengbogin, titrandi
í hverju spori og þvingaði mig til að ganga fáa faðma
í einu, þá var mér allur þróttur þrotinn, því að mér fannst
eins og ég rogaðist alltaf undir þungri byrði. Nú get ég
þrautalétt gengið í 10—15—20 mínútur, og fyrir kemur nú
upp á síðkastið, að nokkur augnablik hverfa allir stingir,
og þá finn ég um leið, að styrkur er til meiri en ég áður
þekkti.
Ritað í september 1952.
Eftirskrift:
Ofanrituð frásögn er skrifuð sl. sumar, og vil ég nú bæta
við hana nokkrum orðum. Ég hefi í vetur farið í heit vatns-
og teppaböð öðru hverju og tekið stuttar göngur næstum
daglega. Batanum miðar í áttina, og fyrst nú í vetur hefi
ég treyst mér til að ferðast með strætisvögnum um bæ-
inn. Fyrir skömmu fékk ég snert af inflúenzu með hita-
votti. Að hitasóttum afstöðnum hefir liðagigtin ætíð her-
tekið öll liðamót með margföldum þrautum og bólgum,
sem seinkuðu mjög þreki til fótavistar. En nú kom alls
enginn vottur í handleggi eða hendur, og er þetta mér enn
ein dýrmæt sönnun þess, að kyrrstaðan er horfin og hægt
þokast í sólarátt.
23. marz 1953.
I. Kr. B.
KORNMÖLUN FÆRIST I VÖXT.
Kornmyllur oru nú komnar upp á 6 stöðum á vegum N.L.F.I.
eða félagsdeilda þess (Reykjavík, Akranesi, Blönduósi, Akureyri,
Siglufirði og ísafirði). Allmörg brauðgerðarhús, i Reykjavik og
víðar, baka matarbrauð úr hinu nýja mjöli. Er hvarvetna vaxandi
eftirspurn eftir þessum brauðum og mjölinu sjálfu, sem húsmæður
nota i grauta og til heimabökunar í brauð og kökur. Þá eru víða
til heimiliskvarnir, sem mala korn, og þykir öllum hið nýja mjöl
mesta hnossgæti, samanborið við útlent mjöl.