Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 23

Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 23
HEILSUVERND 19 fjórir aðilar koma til greina við framkvæmd slíkrar rann- sóknar. Þeir eru: Ríkisstjórnin, Háskólinn, NLFf eða ein- hver starfandi læknir — vísindalega sinnaður. NLFÍ hefir sem kunnugt er túlkað margoft kenningar um skaðsemi salts í ritum sínum. Vafalaust hefir sá þáttur í starfsemi félagsins borið nokkurn árangur, en að líkind- um minni en til var ætlazt, því að ofneyzla salts er æva- gamall og rótgróinn ávani. GETUR BREYTT MATARÆÐI LÆKNAÐ GAMALT FÓLK? Stundum er aS þvi spurt, hve gamlir menn megi vera til þess aS hafa gagn af þvi að breyta um mataræði og taka upp heil- næma lífshætti. Svarið liggur i augum uppi. Meðan maðurinn „lifsanda dregur“, er hann háður unihverfi sínu og þar á meðal daglegri næringu. Og það er ekki aldurinn, sem mestu ræður um það, hvernig menn þola hreytingar á fæði, 'heldur ástand líkam- ans. Það kom i ljós í hressingarheimili N.L.F.Í. tvö undanfarin sumur, að fólki á áttræðis aldri varð gott af hinu óvenjulega fæði þar ekki síður en hinum yngri. Og hér fer á eftir stutt frásögn af sjötugum sjúklingi, austurrískri konu. Hún kom fárveik í heilsuhælið Sonnenhof í Sviss, en þar dvaldi frú Ebba Waerland um skeið síðastliðið ár til þess að leiðbeina um mataræði og meðferð sjúklinga samkvæmt aðferðum Are Waerlands. Konan var með magasár, sem ’hafði tekið sig upp hvað eftir annað. Og hálfum mánuði áður hafði hún fengið mikla blæðingu. Hún þoldi hvorki mat né drykk og var ekki annað en skinnið og beinin. Læknir hennar sagði, að ekki væri hægt að bjarga lífi hennar nema með blóðgjöf, en sjúklingurinn aftók það með öllu, þó að hún væri nær dauða en lífi. Sjúklingnum var fyrst gefin mysa og vatn, sem malað hörfræ hafði legið i i 24 tima. Þetta drakk hún í smáum sopum. Stólpípur varð að setja henni, enda þótt þær gengju mjög nærri kröftum hennar fyrst í stað. Frú Waerland taldi í fyrstu litla von um bata. En með þolinmæði og itrustu varkárni tókst að smástyrkja gömlu konuna, og eftir hálfa þriðju viku þoldi hún milda súrmjólk, þynntan hrásafa og marðar soðnar kartöftur. Hún gat setið stutta stund i stól og var talin úr allri 'hættu.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.