Heilsuvernd - 01.04.1953, Qupperneq 24

Heilsuvernd - 01.04.1953, Qupperneq 24
HEILSUVERND Þekking írumstæðra þjóða. Eftir O. Rynning Jensen. Hinn þekkti landkönnuður Helgi Ingstad segir, að Upp- lands-Eskimóarnir í Norður-Alaska séu hraustustu og hamingjusömustu menn jarðarinnar. Aðrir könnuðir, sem dvalizt hafa meðal frumstæðra þjóðflokka á ýmsum stöð- um jarðarinnar, hafa einnig fullyrt, að margir þeirra úr- kynjunarsjúkdóma, sem þjaka fólki í hinum svonefndu menningarlöndum, finnist alls ekki meðal frumstæðra þjóða. — Hvað veldur því? Hefir frumstætt fólk arfgenga þekkingu á lækningum, eða eru það meðfæddar eðlishvat- ir, sem hjálpa því til þess að lifa heilbrigðu lífi? Dr. Weston Price, frægur amerískur manneldisfræðing- ur (nýlega dáinn), sem dvaldist nokkurn hluta ævi sinnar meðal frumstæðra þjóðflokka til þess að rannsaka matar- æði þeirra, hefir skrifað stærðar bók um árangur rann- sökna sinna, sem hann nefnir „Nutrition and Physical Degeneration" (Næring og líkamleg hnignun). Dr. Weston setur fram margar skemmtilegar athuganir, sem sýna, hve afar mikið holl fæða hefir að segja til þess að halda góðri heilsu. Dr. Weston átti samtal við frægan skurðlækni — Dr. Roming, sem í allra munni norður þar var talinn „ástsæl- asti maðurinn í Alaska“ og var starfandi læknir meðal Eskimóa og Indiána í 36 ár. Hann sagðist aldrei hafa fund- ið eitt einasta tilfelli af illkynjuðum sjúkdómi hjá þessu frumstæða fólki, þótt þetta hendi oft, þegar það tekur upp nútíma mataræði og liínaðarhætti. Hann hafði aldrei þurft að gera uppskurð vegna sjúkdóma í innri líffærum, eins og gallblöðru, nýrum, maga eða endaþarmi, á þeim, sem héldu sínu gamla mataræði, en aftur á móti var það oft

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.