Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 30
HEILSUVERND
Blóðþvottur.
Nýlega hefir verið frá því skýrt, að svissneskur læknir,
dr. P. Wehrli í Locarno, hafi fundið aðferð til að hreinsa
blóð manna. Sjúklingurinn er látinn hafa sérstakt matar-
æði um hrfð og þarmarnir hreinsaðir. Úr honum eru
síðan teknir 2 til 5 desílítrar af blóði, sem er hreinsað með
súrefni í sérstökum áhöldum og er þá orðið ljósrautt, en
var áður dökkrautt vegna kolsýru og annarra öhreininda,
sem í því voru. Þá er blóðið haft í kvarzljósi í eina klukku-
stund. Loks er það síað og loftbólur teknar úr því, og síðan
er því dælt inn í æðar sjúklingsins á ný.
Hreinsun þessi er talin hafa valdið miklum.stakkaskipt-
um á útliti og heilsu margra sjúklinga. Sjúklingurinn verð-
ur unglegri í útliti, litarháttur verður ferskari, og hrukkur
hverfa. Sjónin batnar, svo að jafnvel gamalt fólk getur
lagt niður gleraugu. Líðan öll batnar, og dæmi eru til þess,
að sjúkdómar eins og æðakölkun, illkynjuð æxli og lam-
anir hafi læknazt, þótt öll von væri úti um bata með öðr-
um aðferðum. Eftirtektarvert er það, að bati hefir reynzt
skjótari en ella hjá þeim mönnum, sem lifa á jurtafæðu,
og er það talið hafa stafað af því, að likami þeirra hafi
ekki hlaðizt eiturefnum í jafnfíkum mæli og hjá öðrum.
Þá er þess getið, að af 'hinu óhreinsaða blóði þeirra, sem
eru mikið veikir, m. a. krabbameinssjúklinga, sé megn
ódaunn.
Vafalaust er enn of lítil reynsla komin á þessa nýstár-
legu lækningaaðferð til þess að dærnt verði um gildi henn-
ar. Vera má t. d., að hér fari á sömu leið og um mörg ný
lyf, að í ljós komi annmarkar, þegar tímar líða og blóð-
þvottur verður almennari. Hugsanlegt er, að hreinsunin
valdi breytingum á blóðinu eða eiginleikum þess, og af
hljótist, fyrr eða síðar, fylgikvillar í einni eða annarri
mynd. En megingallinn við aðferðina er sá, að hún er sjúk-