Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 31

Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 31
HEILSUVERND 27 dómseinkennalækning, sem stemmir ekki á að ósi og tekur ekki fyrir orsakirnar til þess, að blóðið óhreinkast. Breyti sjúklingurinn ekki lífsvenjum sínum, er ekki annað sýnna en endurtaka verði blóðþvottinn fyrr eða síðar. En hvað sem því líður, eru þessar tilraunir að ýmsu leyti merkilegar frá sjónarmiði náttúrulækningastefnunnar, og þessvegna er frá þeim skýrt hér. M. a. virðist hér fengin staðfesting á því, að t. d. krabba- mein sé blóðsjúkdómur en ekki aðeins sjúkdómur í því líffæri, sem meinið kemur i. Og vissulega væri mikils um það vert, ef menn gætu — sér að skaðlausu — flýtt fyrir bata, sérstaklega í mjög erfiðum sjúkdómstiifellum, með því að setja blóð sitt í hreinsun. En meðan ekki er fengin full og örugg vissa fyrir því, að þessi aðferð sé ósaknæm, er eðlilegast að hreinsa blóðið án þess að opna æð. Og til þess þekkjast aðferðir ,öruggar og hættulausar. En skil- yrði fyrir árangri er, að menn hætti að óhreinka blóðið að óþörfu með allskonar eiturlyfjum og óhoilum mat og drykk. En hreinsunin er í því fólgin að örva til starfa öll hreinsun- artæki líkamans: lifur og ristil, nýru, lungu, húð og slím- húðir, með viðeigandi mataræði, föstum, böðum, húðræst- ingu, útivist, hreyfingu, hreinu lofti o. s. frv. En hreinsunar- líffærin eru að jafnaði meira og minna iöt, sjúk og óstarf- hæf vegna stöðugrar ofreynslu og skorts á nauðsynlegri næringu og réttri meðferð. Loks skal á það bent, sem ekki er minnst um vert, að þessar tilraunir virðast staðfesta þá meginkenningu nátt- úrulækningastefnunnar, að hreinleiki blóðsins sé undir- staðan undir góðri heilsu. EITRUÐ BLEIKINGAREFNI I INNFLUTTU HEILHVEITI. Enska timaritið Rude Health skýrir svo frá, að i heilhveiti sé sett bleikingarefnið agene (sjá bls. 31 hér í heftinu), eins og i hvítt hveiti. Er þetta enn ein sönnun fyrir nauðsyn þess að mala allt korn í landinu sjálfu.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.