Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 34
30
HEILSUVERND
endurkosningu, og var formaður kosinn í hans stað Guðvarður
Jónsson, og aðrir i stjórn Jóhann Garíbaldason, Ólína Bergsveins-
dóttir, Páll Ásgrímsson og Sigríður Þorleifsdóttir.
Náttúrulækningafélag ísafjarðar hélt aðalfund sinn 8. febr. 1953.
Verður skýrsla um starfsemi þess birt í næsta befti.
Nýtt félag á Iílönduósi. Hinn 28. janúar 1953 var náttúrulækn-
ingafélag stofnað á Blönduósi, og voru stofnendur 22 frá 19 heim-
ilum. Formaður var kosinn Björn Bergmann, kennari, og með-
stjórnendur Sólveig Sövik, frú, og Steingrímur Daviðsson, skóla-
stjóri. Félagið befir þegar fengið sér kornmyllu, sem mun brátt
taka til starfa, og hefir bafizt handa um að útvega félagsmönnum
ýmsar matvörur, auk hins nýja mjöls.
Framkvæmdastjóri N.L.F.I. Björn L. Jónsson, veðurfræðingur,
hefir látið af störfum sem framkvæmdastjóri N.L.F.Í. frá siðustu
áramótum. Hann hefir innritað sig í læknadeild Háskóla íslands og
hyggst að leggja stund á læknisfræði í tómstundum sínum. Enginn
hefir verið ráðinn i hans stað, og ber mönnum að snúa sér beint
til skrifstofu N.L.F.Í. varðandi félagsmál.
Gjafir í Heilsuhælissjóð N.L.F.I. hafa þessar borizt, og eru gef-
endum færðar hugheilar þakkir fyrir: Á'heit frá ekkju kr. 100.
Björn Kristjánsson kr. 500. Vilborg Jónsdóttir kr. 100. B.S.V.
kr. 100. Július Guðmundsson, Vindheimum Ölvusi kr. 200.
Vel útilátið áskriftargjald. Ólafur Gíslason, Fossi, Bíldudal, hef-
ir sent kr. 100 sem áskriftargjald fyrir árið 1953. IIEILSUVERND
þakkar þessa góðu gjöf og þann vinarhug, sem henni fylgir.
Ódýrasta tímarit á landinu. Bóndi af Austurlandi lét nýlega svo
ummælt, að HEILSUVERND væri „ódýrasta tímarit á landinu".
Vonandi kemur ekki til l)ess, að áskriftargjaldið þurfi að hækka
framar. En HEILSUVERND þyrfti einnig að verða útbreiddasta
tímarit landsins. Og til þess að svo megi verða, er heitið á alla
áskrifendur og aðra velunnara að útvega einn eða fleiri nýja
kaupendur. Margar hendur vinna létt verk.
Matreiðslubók N.L.F.f. hefir nú verið gefin út i þriðja sinn.
Nýir áskrifendur fá í kaupbæti siðasta árgang, eða einhvern
eldri árgang, sé áskriftargjaldið greitt við pöntun.