Heilsuvernd - 01.04.1953, Page 35
HEILSUVERND
31
Læknirinn hefir orðið.
Eggjahvítuþörfin.
Hinn kunni sænski næringarfræðingur, dr. Ragnar Berg, segir
svo í grein, sem hann ritar nýlega fyrir sænska tímaritið Waer-
lands-Mánads-Magasin:
„Enn er um það deilt, hve mikið Mkaminn þurfi af eggjahvítu
í daglegu fæði. Þannig telur National Research Council (Rannsókn-
arráð) í Bandaríkjunum daglega eggjahvituþörf 70 gr fyrir fuli-
orðinn mann, sem vegur 70 kg, og margir halda fast við hinar
löngu úreltu kröfur Voits og Rubners um 100—120 gr. Með rann-
sóknum komst ég að þeirri niðurstöðu þegar árið 1914, að ef
fæðan væri rétt valin, kæmist líkaminn vel af með 30 gr á dag,
og 40 gr væru kappnóg. Árið 1946 gerðu fjórir vísindamenn til-
raunir um langan tima með 25 jurtaætur, sem nærðust á brauði,
smjöri, mataroiíu, grænmeti og ávöxtum og fengu daglega aðeins
33 gr af eggjahvítu og vegnaði vel.“
Þessar niðurstöður cru í ágætu samræmi við árangur af tilraun-
um liins heimsfræga læknis og vísindamanns Hindhedes (sjá 4.
hefti 1950).
Dr. R. Berg heldur áfram: „Nýlega hefir sænskur prófessor
sagt, að ekki væri hægt að lifa án dýrafæðu, vegna þess að eggja-
hvitan í jurtafæðu sé ófullkomin. Þessi skoðun er alröng, og jurta-
ætur þurfa á engan hátt að búa við skort eggjahvítu, jafnvel ekki
þó að þeir noti hvorki mjólk né sojabaunir. Með því að borða vel
af kartöflum og grænum blaðjurtum, er hægt að sjá líkamanum
fyrir nógri fyrsta flokks eggjahvítu. Borði menn svo auk þess
eitt glas af mjólk eða 20 gr af mjólkurosti daglega, fá menn ríf-
legan aukaskammt af eggj ahvítu.“
Nýjar sannanir fyrir eituráhrifum bleikingarefna í hveiti.
í enska læknablaðinu The Lancet, í desember 1951, segir dr. B.
Stross, að bleikingarefni það, sem kallað er agene (köfnunarefnis-
tríklórið), hafi verið prófað á sex tegundum tilraunadýra (hafði
áður verið reynt á hundum, köttum og öpum, sbr. 1.—2. h. 1948).
Á öllum tilraunadýrunum olli það krampaköstum og öðrum tauga-
veiklunareinkennum.
Sir E. Mellanby skýrir svo frá, að auk þess sem agene afliti hin
gulu litarefni mjölsins, valdi það breytingum í nokkrum hluta af
eggjahvítuefnum þess og geri þau að eiturefnum fyrir allar skepn-
ur. „Þessar stórfelldu breytingar á hinum náttúrlegu matvælum
eru að líkindum ein ástæðan fyrir aukningu meltingarsjúkdóma,
svo sem botnlangabólgu og magasára“.