Heilsuvernd - 15.12.1958, Side 7
HEILSUVERND
99
á heilsufari frumstæðra þjóða. Samanburður á lifnaðar-
háttum og heilsufari þjóða, sem búa við ólík skilyrði, væri
að öllum líkindum stórt skref í þá átt að leysa ráðgátuna
um eðli og orsakir margra algengustu sjúkdóma. En nú
er svo komið, að tækifærin til slíkra rannsókna eru að
ganga okkur úr greipum. Það er þó fullvíst, að margar
frumstæðar þjóðir hafa búið við svo að segja fullkomna
heilbrigði öldum saman. ítarleg rannsókn á mataræði
þeirra og lifnaðarháttum væri ómetanleg hjálp til skilnings
á sambandinu milli lifnaðarhátta og heilbrigði eða sjúk-
dóma. Slíkar rannsóknir hafa að vísu verið gerðar. Má
þar nefna hinar stórmerkilegu rannsóknir enska læknisins
og vísindamannsins Sir Robert McCarrisons.
Þó að nú muni orðið fátt um þjóðir, sem búa við fornar,
frumstæðar lífsvenjur, var víða hægt að finna minni eða
stærri hópa slíkra manna fyrir 20 til 30 árum. Og hér
á eftir verður sagt frá amerískum vísindamanni, sem lagt
hefir stóran skerf til rannsókna af þessu tagi. Hann mark-
aði sér að vísu þrengra svið en McCarrison, skoðaði aðal-
lega tennur í fólki, en hinsvegar gerðist hann víðförull,
heimsótti margar fjarskyldar þjóðir, sem bjuggu við hin
ólíkustu skilyrði, og gefur það rannsóknum hans ómetan-
legt gildi.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að um allan hinn
menntaða heim eru tannskemmdir ákaflega útbreiddur
kvilli, sem hefir aukizt hröðum skrefum síðustu aldir og
áratugi. Menn hafa löngum deilt um orsakir tannátu, og
margir hafa ekki viljað fallast á þá kenningu, að mataræð-
inu sé um að kenna, vegna þess að þjóðir, sem lifa á mjög
mismunandi fæði, virðast fá þennan sjúkdóm jafnt.
Fyrir tæpum 30 árum tók sig til bandarískur tannlækn-
ir og vísindamaður og ákvað að leggja leið sína til af-
skekktra landa eða landshluta í öllum álfum heims til þess
að reyna að ganga úr skugga um, hvernig háttað væri
sambandinu milli mataræðis og tannskemmda. Á árunum
1931—’35 fór hann ásamt konu sinni til f jölda slíkra staða,