Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 12

Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 12
104 HEILSUVERND stórt land í fylkinu Sutroik nálægt London kringum 1940 og hóf þar tilraunir með þessar svonefndu lífrænu rækt- unaraðferðir. Nokkrum árum síðar var svo byrjað á sam- anburðartilraunum, sem voru í því fólgnar, að landinu var skipt í 3 hluta, sem hver fyrir sig er afgirtur. Á einum hlutanum, sem er 30 hektarar að stærð, er eingöngu not- aður safnhaugaáburður. Á öðrum skika jafnstórum er auk safnhaugaáburðar notaður tilbúinn áburður. Á báðum þessum tilraunaskikum eru kýr og alifuglar, og eru skepn- urnar fóðraðar einvörðungu á afurðum hins ræktaða lands og áburðurinn notaður í safnhaugana. Þriðji tilraunareit- urinn er 13 hektarar, og eru þar engar skepnur og eng- inn húsdýraáburður notaður, heldur tilbúinn áburður ein- vörðungu. Árið 1952 hófust nákvæmar samanburðartilraunir á þessum 3 reitum. Tekin voru með reglulegu millibili sýnis- horn af jarðvegi, af afurðum landsins, af mjólk og eggjum, og framkvæmd rækileg efnarannsókn, m. a. rannsókn á fjörefnainnihaldi afurðanna. Ennfremur var fylgzt með ástandi kvikfjárins. Ennþá hafa ekki verið birtar neinar fullnaðarskýrslur um árangurinn af þessum rannsóknum. En bráðabirgða- athuganir hafa sýnt: (1) að jarðvegurinn í fyrsta reitnum hefir farið batnandi þessi ár, en í hinum reitunum báðum hefir honum hrakað, (2) að þurrefni afurða af fyrsta reit eru meiri en hinna reitanna, (3) að kýrnar á fyrsta reitnum mjólka betur en á öðrum reit, og mjólkin auk þess þurr- efna-auðugri, og skepnurnar þrífast betur, (4) að afurðir af fyrsta reit eru fjörefnaauðugri en af hinum reitunum. Svo er að sjá, sem garðyrkjufræðingar og búfræðingar hafi ekki gefið þessum ræktunaraðferðum almennt mik- inn gaum. Einhverjar tilraunir munu hafa farið fram til að prófa þær. En þær tilraunir munu hafa verið gerðar á litlum tilraunareitum, og ekki á sama reitnum ár eftir ár. Slíkar tilraunir eru marklausar. Lífræni áburðurinn sýnir yfirleitt ekki kosti sína á fyrsta ári, sérstaklega ef

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.