Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 13
HEILSUVERND
105
jarðvegurinn hefir áður fengið tilbúinn áburð. Það tekur
nokkur ár að umbreyta gróðurmoldinni, og til þess að
fullur árangur komi í ijós, mega reitirnir heldur ekki vera
of litlir, því að þá er hættara við, að áhrifa frá nærliggj-
andi reitum gæti að einhverju leyti. Tilraunir Soil
Association í Suffolk mun vera fyrsta rannsókn af þessu
tagi, gerð í stórum mælikvarða og með fyllstu vísindalegri
nákvæmni og aðbúnaði.
En þrátt fyrir það sem að framan er sagt, geta smærri
tilraunir á litlum reitum sýnt furðu mikinn árangur þeg-
ar á fyrsta ári, og verður sagt frá innlendri reynslu annars-
staðar hér í heftinu.
1 Heilsuvernd og öðrum ritum hefir þráfaldlega verið
á það bent, að flest matvæli, sem við leggjum okkur til
munns, svo sem mjólk, grænmeti, rótarávextir, aldin og
kornmatur, eru framleidd með tilbúnum áburði. Nær-
ingargildi þessara matvæla verður því minna en vera
mundi, ef náttúrlegur lífrænn áburður væri notaður. Þar
við bætist, að jurtir, sem vaxa upp af tilbúnum áburði,
hafa svo litla mótstöðu gegn sýklum og sníkjudýrum, að
nauðsynlegt er að verja þær gegn þessum sjúkdómsvöld-
um, og er það gert með meira og minna eitruðum lyfjum,
sem hljóta að menga fóðrið og matjurtirnar. Uppskeruna
þarf svo iðulega að verja skemmdum með öðrum lyfjum,
sem einnig eru meira og minna skaðleg. Þannig er það
m. a. með ávexti, bæði nýja, þurrkaða og niðursoðna,
mjölvöru o. fl. Með núverandi ræktunaraðferðum verður
þannig ekki hjá því komizt að leggja sér til munns fæðu
mengaða skaðlegum efnum, sem veikla líkamann á löng-
um tíma og gera hann móttækilegan fyrir sjúkdóma. Úr
þessari hættu drögum við eftir megni með því að velja
þær fæðutegundir, sem við vitum að eru hollastar og nær-
ingarríkastar, svo sem nýtt ósigtað mjöl, mjólkurmat og
grænmeti, en forðast léleg matvæli eins og hvíta mjöl-
vöru eða gamalt mjöl, sykur, skaðlega drykki o. s. frv.
Með þessu er stórt skref stigið í þá átt að efla heilbrigðina