Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 14
106 HEILSUVERND og bægja sjúkdómum á brott. Auðvitað verða sjúkdómar aldrei umflúnir til fulls, því hefir enginn haldið fram. En með réttum lifnaðarháttum má komast langt í þá átt, það sýnir margföld reynsla, forn og ný. Og eitt mikilvægt skref í þeirri viðleitni er ræktun heilbrigðra fóður- og matjurta. I 4. hefti Heilsuverndar 1948 er sagt frá heimsókn undir- ritaðs til danska bóndans Peters Madsen í Oldhöjgárden á Norður-Sjálandi. Hann hefir búið þar síðan árið 1941 og notar eingöngu safnhaugaáburð. Þegar hann keypti þennan búgarð, var jarðvegurinn sýktur, og þurfti að verja allan gróður með lyfjum gegn sjúkdómum á sama hátt og á nágrannabýlunum. Eftir fá ár hafði Madsen tekizt að út- rýma þessum sjúkdómum, án þess að nota nokkur lyf, þar á meðal stöngulsýki og karöflumyglu. Nýlega hafa undirituðum borizt upplýsingar, sem staðfesta enn betur yfirburði hinna lífrænu ræktunaraðferða. Uppskeran hjá Madsen er stöðugt jafngóð og heilbrigð, þó að allskonar sjúkdómar herji á akra og garða nágrannanna. Kýrnar skila hinum bezta arði og verða aldrei veikar. Erfið fæðing eða óeðlileg hefir ekk sézt öll þessi ár hjá kúm eða kind- um. Kýrnar eru nytháar, og mjólkin fiturík. Hjá nágrönn- um Madsens hefir gin- og klaufaveikin, sem eins og allir vita er bráðsmitandi, gert vart við sig. Madsen hefir ekki einu sinni haft fyrir því að bólusetja sínar kýr, svo viss er hann í sinni sök. Og kýr hans hafa heldur aldrei sýkzt, og er þó kúakyn hans, Jersey-kynið, talið viðkvæmt fyrir þessari veiki. Það má vera að safnhaugaaðferðin sé vinnufrekari en notkun tilbúins áburðar. En það er ekki lítið, sem hún gefur í aðra hönd. Hún sparar kaup á tilbúnum áburði, á lyfjum, læknishjálp til handa bústofninum; uppskeran verður tryggari og að minnsta kosti sízt minni en ella, og betra fóður dýrum eða mönnum. Madsen kaupir engan fóðurbæti handa kúm sínum, fóðrar þær á heyi, hálmi og fóðurjurtum, sem hann ræktar sjálfur.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.