Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 17

Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 17
HEILSUVERND 109 Áfengi og lifrarskorpnun Lifrin er stærsti kirtill mannslíkamans og einn hinn þýð- ingarmesti. Þetta er ákaflega margbrotin efnaverksmiðja. Hún brýtur niður hin margvíslegustu efnasambönd, sem til hennar berast með blóðinu. Þannig veitir hún móttöku næringarefnum frá meltingarveginum, brýtur niður eggja- hvítuefni, fituefni og sykurefni og býr til úr þeim ný efna- sambönd, sem hún sendir svo aftur út í blóðrásina til af- nota fyrir frumur annarra líffæra líkamans. Hún er mikil- virkasta hreinsunar- og afeitrunarlíffæri líkamans, tekur á móti eiturefnum, bæði þeim sem berast utan frá og hinum, sem myndast við efnaskipti innan líkamans. Þessi efni gerir hún óskaðleg, með því að breyta þeim í ný efna- sambönd, er skiljast síðan út úr líkamanum, annaðhvort með blóðinu gegnum nýrun eða með gallinum niður í þarma. I lifrinni myndast gallið, sem er nauðsynlegur þátt- ur í meltingarstarfi þarma. Þessi lýsing gefur aðeins mjög ófullkomna mynd af starfi lifrarfrumanna, sem eru vísinda- mönnum hin mesta ráðgáta. Margt er það, sem getur truflað starf lifrar og valdið skemmdum á lifrarfrumunum. Það er kunnugt, að sumar veirur (virus) og bakteríur geta valdið gulu, sem í því tilfelli stafar af því, að lifrarfrumurnar glata um stundar- sakir hæfileika sínum til að nema burt úr blóðinu litar- efni frá rauðu blóðkornunum, sem sífellt eru að eyðast, og aukning litarefnanna breytir húðlitnum. (Gula kemur líka oft vegna stíflu í gallganginum, sem liggur frá lifur eða gallblöðru niður í þarma, þannig að galllitarefnin fara þess efnis, að honum hafi verið látnar í té upplýsingar um þýðingu bólusetningar. Lög þess koma til framkvæmda 1. janúar 1959. <o>

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.