Heilsuvernd - 15.12.1958, Qupperneq 19

Heilsuvernd - 15.12.1958, Qupperneq 19
HEILSUVERND 111 þar um að ræða létt og ljúffeng borðvín, og eftir því ódýr. Flestir hafa því daglega eitthvert magn áfengis í blóðinu og líkamsfrumunum, jafnvel þótt menn finni ekki nein áhrif af því. En svo sýnir reynslan, að þrátt fyrir óhindr- aðan aðgang að þessum léttu vínum, eru þeir menn æði margir, sem neyta einnig sterkari drykkja, og svo ótrúlegt sem það kann að virðast, drekka Frakkar meira af sterk- um drykkjum en Norðurlandabúar, og áfengisneyzla þeirra samanlögð er því mjög mikil. Ofdrykkja er þannig ákaf- lega algeng í suðrænum löndum, þó að lítið beri á henni. Bæði er það, að þegar menn drekka jafnt allan daginn, verða þeir ekki áberandi drukknir, og annað hitt, að drukknir menn þar eru síður á almannafæri en hér, og hafa sig minna í frammi. Menn geta því ferðast um stór- borgir eða dvalið þar tímunum saman án þess að sjá drukkinn mann, og af því stafar sá algengi misskilningur, að í þessum löndum drekki menn í hófi og kunni að fara með vín. Og svo er þvi haldið fram, að þar séu engin áfeng- isvandamál, og að við getum lært af þessum þjóðum að drekka í hófi. Nú er sannleikurinn hinsvegar sá, eins og oft hefir ver- ið drepið á að undanförnu í íslenzkum blöðum, að áfengis- vandamálið er sennilega óvíða erfiðara viðfangs en í Frakklandi. Ofdrykkjusjúkdómar eru þar mjög útbreiddir, eins og tölurnar hér að ofan gefa til kynna, en lifrarskorpn- un er aðeins einn þeirra og með þeim sjaldgæfari. Glæpir og slys af völdum áfengisneyzlu eru þar mjög tíð, m. a. umferðarslys. Nokkra hugmynd um hættuna af neyzlu áfengis gefur rannsókn, sem var gerð í Bandaríkjunum. Samanburður var gerður á bifreiðaslysum og magni áfengis í blóði bif- reiðastjóranna, sem slysunum ollu. Kom í ljós, að meðal þeirra, sem höfðu í blóði áfengismagn, er nam 1.0 af þús- undi, var slysahættan 7 sinnum meiri en hjá þeim, sem höfðu aðeins 0.3 af þús.. Við hækkun upp í 1.5 af þúsundi margfaldaðist slysahættan enn 30-falt.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.