Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 21
HEILSUVERND 113 Nýting landsins 1 strjálbýlum löndum eins og okkar landi þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti landrýmis til ræktunar. öðru máli er að gegna með mörg þéttbýl lönd. Þar er hver flatar- metrinn dýrmætur. Það er því fróðlegt að gera sér grein fyrir, á hvern hátt landið verður bezt nýtt, á hvern hátt það getur framfleytt flestum einstaklingum. Þetta er auð- velt reikningsdæmi, sem er fólgið í þvi, að fundið er, hve margar hitaeiningar eru í uppskeru ákveðins flatarmáls af landi, og deilt í útkomuna með meðalhitaeiningaþörf eins manns. Niðurstaðan verður sú, að uppskera eins hektara fullnægir: 45 manns, sé eingöngu um kartöflur og grænmeti að ræða, 20 manns, sé eingöngu ræktað korn, 3.5 manns, séu ræktaðar fóðurjurtir og rótarávextir til kjötframleiðslu, 1.5 maður, ef ræktað er gras til kjötframleiðslu. Kjötneyzla útheimtir þannig allt að 30 sinnum meira landrými en kartöfluneyzla. Sé uppskerumagninu breytt í eggjahvítu, verður út- koman þessi: Af einum hektara fást: 600 kg eggjahvíta, séu ræktaðar grænar baunir, 600 — — sé ræktað kál, 400 — — séu ræktaðar gulrætur, 400 — — séu ræktaðar kartöflur, 200 — — sé ræktað korn, 50 — — sé framleitt svínakjöt, 40 — — sé framleitt nautakjöt. Hér er allsstaðar um erlenda útreikninga að ræða.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.